I. Sko ég var að lesa gamlar færslur frá því í fyrra, og sorrí gott fólk, en þetta blogg er bara á heildina ógeðslega fyndið og frábært, og ég er greinilega ógeðslega fyndinn og mergjaður gaur. Sérstaklega var ég öflugur á fyrstu 3 mánuðum síðasta árs. Þetta breyttist þó að einhverju leyti þegar tilvist mín byrjaði að angra mig fyrir nokkrum mánuðum og ég breyttist í einhverja heimspekiklisju. Engu að síður, ég vorkenni eiginlega bara þeim sem lesa þetta blogg ekki. En þið hin, þið eruð sko í góðum málum. Ha ha ha!
II. Ég er búinn að skrifa fyrstu orðin í BA ritgerðinni minni. Þau fóru í að greina í smáatriðum æðina á enninu á Schopenhauer í symmetrísku hlutfalli við mottuna á Nietzsche. Hálfur sigur unninn!
III. Þegar ég var að skrifa setninguna fyrir ofan skrifaði ég fyrst óvart "ennina á æðinu", sem er kómískur leikur að orðum.
IV. Ég horfði á Nesa Hólm (Hannes Hólmstein) í Kastljósinu í gær að tjá sig um húllumhæ undanfarinna daga, og það kom mér mjög á óvart hversu auðmjúkur hann var og ó-Hannesarlegur. Ég og pabbi vorum búnir að setja okkur í gloat-stellingar (er ekki til eitthvað gott íslenskt orð yfir það?), en svo var hann bara e-ð fullur iðrunar, og við sátum bara eins og aular. Batnandi manni er best að lifa! Maður fékk nánast tár í augun. Þetta minnti mig eiginlega bara á atriðið úr Karate Kid þegar vondi gaurinn lætur Karate Kiddinn fá bikarinn í lokin eftir að hafa tapað og segir "You're alright Larusso" eða e-ð álíka.
V. Það var bjánalegt atriði.
II. Ég er búinn að skrifa fyrstu orðin í BA ritgerðinni minni. Þau fóru í að greina í smáatriðum æðina á enninu á Schopenhauer í symmetrísku hlutfalli við mottuna á Nietzsche. Hálfur sigur unninn!
III. Þegar ég var að skrifa setninguna fyrir ofan skrifaði ég fyrst óvart "ennina á æðinu", sem er kómískur leikur að orðum.
IV. Ég horfði á Nesa Hólm (Hannes Hólmstein) í Kastljósinu í gær að tjá sig um húllumhæ undanfarinna daga, og það kom mér mjög á óvart hversu auðmjúkur hann var og ó-Hannesarlegur. Ég og pabbi vorum búnir að setja okkur í gloat-stellingar (er ekki til eitthvað gott íslenskt orð yfir það?), en svo var hann bara e-ð fullur iðrunar, og við sátum bara eins og aular. Batnandi manni er best að lifa! Maður fékk nánast tár í augun. Þetta minnti mig eiginlega bara á atriðið úr Karate Kid þegar vondi gaurinn lætur Karate Kiddinn fá bikarinn í lokin eftir að hafa tapað og segir "You're alright Larusso" eða e-ð álíka.
V. Það var bjánalegt atriði.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim