I. Úff.. ég er alveg að detta úr sambandi. Út sambandi.
II. Ég er að hlusta á grindcorediska sem kana-skiptineminn í skólanum skrifaði fyrir mig. Afhverju eru kanar sem maður kynnist (sérstaklega þeir sem koma frá Boston) alltaf svona mikið öndvegisfólk?
III. Þessa stundina er lagið "Polished Turd" í gangi. Næst er svo 'Lives ruined through sex (for Anita)' og 'Torn Apart by Dingos'.
IV. Í gær drakk ég einn bjór, hlustaði á Antony and the Johnsons, saug á mér þumalinn og grenjaði í þykjustunni áður en ég las tvær greinar sem ég man ekki hvað fjölluðu um.
V. Ég er byrjaður að tala óþægilega mikið við sjálfan mig. Það er kannski ekki sniðugt að búa einn of lengi?
VI. WILSOOOON!
VII. Þegar ég er kominn með konu og fasta búsetu þá ætla ég að segja upp 90% af vinum mínum með formlegum hætti. Þeim fáu sem eftir verða mun ég svo bjóða í afar uppskrúfuð og þvinguð matarboð á 5-6 mánaða fresti þar sem einungis verða ræddir smáborgaralegir hlutir eins og stimpilgjöld og síðasti þátturinn af According to Jim.
Sorrí strákar og stelpur, þetta er allt spurning um hagsmuni.
VIII. Fúsi aprílgabbaði mig í gær.
IX. *UPPFÆRSLA* Bragi leiðrétti mig í kvöld varðandi afstöðu mína til íbúa Boston. Þeir eru víst allir morðóðir geðsjúklingar :(
II. Ég er að hlusta á grindcorediska sem kana-skiptineminn í skólanum skrifaði fyrir mig. Afhverju eru kanar sem maður kynnist (sérstaklega þeir sem koma frá Boston) alltaf svona mikið öndvegisfólk?
III. Þessa stundina er lagið "Polished Turd" í gangi. Næst er svo 'Lives ruined through sex (for Anita)' og 'Torn Apart by Dingos'.
IV. Í gær drakk ég einn bjór, hlustaði á Antony and the Johnsons, saug á mér þumalinn og grenjaði í þykjustunni áður en ég las tvær greinar sem ég man ekki hvað fjölluðu um.
V. Ég er byrjaður að tala óþægilega mikið við sjálfan mig. Það er kannski ekki sniðugt að búa einn of lengi?
VI. WILSOOOON!
VII. Þegar ég er kominn með konu og fasta búsetu þá ætla ég að segja upp 90% af vinum mínum með formlegum hætti. Þeim fáu sem eftir verða mun ég svo bjóða í afar uppskrúfuð og þvinguð matarboð á 5-6 mánaða fresti þar sem einungis verða ræddir smáborgaralegir hlutir eins og stimpilgjöld og síðasti þátturinn af According to Jim.
Sorrí strákar og stelpur, þetta er allt spurning um hagsmuni.
VIII. Fúsi aprílgabbaði mig í gær.
IX. *UPPFÆRSLA* Bragi leiðrétti mig í kvöld varðandi afstöðu mína til íbúa Boston. Þeir eru víst allir morðóðir geðsjúklingar :(
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim