I. Mikið er ég orðinn þreyttur á að vera alltaf í tilvistarkreppu. Kominn tími á að hætta þessari vitleysu og fara bara að smíða kryddhillur eða e-ð.
II. Ég er búinn að fara hamförum í bíómyndaglápi undanfarið. Í gær horfði ég á spænska speennu/hryllings/eitthvað mynd sem hét Munaðarleysingjahælið eða El Orfanato sem situr svolítið í mér. Mæli með henni.
III. Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég fer í röð í Krónunni eða Hagkaup eða e-ð, þá vel ég alltaf röð fulla af fólki sem er með einhverjar heimskulegar sérþarfir, t.d. að þurfa að fá nótu + afrit, krefjast þess að skoða allt sígarettuúrvalið og þar frameftir götum, þannig að það endar með því að það er búið að afgeriða um 300.000 manns í röðunum við hliðina á mér áður en ég loksins kemst að? Þetta var fyndið þangið til í síðustu viku þegar ég þurfti að bíða í u.þ.b 20 mínútur á meðan kerlingarandskotinn fyrir framan mig sendi alla búðina í leit að einhverjum helvítis Soda stream kútum. Ég held að það sé kominn tími á að hringja í Útvarp Sögu og láta rödd mína heyrast.
II. Ég er búinn að fara hamförum í bíómyndaglápi undanfarið. Í gær horfði ég á spænska speennu/hryllings/eitthvað mynd sem hét Munaðarleysingjahælið eða El Orfanato sem situr svolítið í mér. Mæli með henni.
III. Hvernig stendur á því að í hvert skipti sem ég fer í röð í Krónunni eða Hagkaup eða e-ð, þá vel ég alltaf röð fulla af fólki sem er með einhverjar heimskulegar sérþarfir, t.d. að þurfa að fá nótu + afrit, krefjast þess að skoða allt sígarettuúrvalið og þar frameftir götum, þannig að það endar með því að það er búið að afgeriða um 300.000 manns í röðunum við hliðina á mér áður en ég loksins kemst að? Þetta var fyndið þangið til í síðustu viku þegar ég þurfti að bíða í u.þ.b 20 mínútur á meðan kerlingarandskotinn fyrir framan mig sendi alla búðina í leit að einhverjum helvítis Soda stream kútum. Ég held að það sé kominn tími á að hringja í Útvarp Sögu og láta rödd mína heyrast.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim