Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 26, 2003

peh... ég var að labba niðrí bæ áðan og rak augun í jólaskreytingar sem fólkið hjá Eymundsson var búið að setja upp hjá sér. Dauða jólasveina hangandi í snöru. Mér krossbrá auðvitað og fór að skoða þetta betur, en það var ekki um að villast, liðið hjá Eymundsson hefur eitthvað mikið á móti jólunum eða jólasveinum.. einhverjir munu kannski halda því fram að jólasveinarnir hafi einfaldlega verið að klifra upp á bygginguna (afhverju í fjandanum ættu jólasveinarnir annars að vera að klifra upp á Eymundsson?), en þar sem fæturnir þeirra héngu í lausu lofti og hendurnar var hvergi að sjá þá getur það varla verið...

annars var ég að horfa á Terminator 3 í gær í fyrsta skipti og var bara mjög sáttur... ekki jafn góð og terminator 2 en engu að síður fín.. held að næstu terminator myndir gætu orðið mjög áhugaverðar.. allavegana býður endirinn upp á margt.. það fyndnasta fannst mér samt audio commentaryið með Arnold sjálfum og einhverjum fleirum, þar sem Arnold talar á einum stað í myndinni í svona 10 mínútur um "his muscular body" og hvað hann hafi verið stressaður fyrir að gera atriðið í byrjun myndarinnar þar sem hann birtist nakinn... þar fræðir hann okkur um þær miklu væntingar sem geru gerðar til manns sem hefur verið valinn Herra Heimur og unnið ótal vaxtarræktakeppnir eins og hann orðar það sjálfur... svo segir hann "my naked butt" tvisvar í sömu setningu...

lag dagsins: Sufjan Stevens - Niagra Falls

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim