Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, mars 17, 2004

werd... já hann Ari frændi var í atinu áðan og stóð sig með prýði...(fyrir þá sem voru að horfa þá var hann með varasólóið).. náði reyndar ekki sæti en þegar einhver gaur sem étur gullfiska nær 3 sætinu þá er manni einhvernvegin sama...

já ég var að vinna í dag.. er alveg mjög ánægður með þessa vinnu.. ég vinn í Mýrahúsaskóla við að passa 10 ára einhverfan strák einhverja 3 tíma á dag og svo aðra krakka einn klukkutíma eftir það.
en þessi strákur er mjög skemmtilegur (þó hann geti verið erfiður).. hann byrjar alltaf daginn á því að klæða sig í brúna skyrtu, háhælaða skó og hatt, tekur steppdans atriði og fer svo að lesa.. svo er hann helvíti góður trommari!
annars er þetta alve gmjög fín vinna fyrir mig og fyrsta kipti sem ég finn mig almennilega í vinnu.. gleði!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim