Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, október 29, 2004

ég lendi stundum í því þegar ég er á milli svefns og vöku að tíminn stoppar... ég gerði tilraun með þetta sem felst í því að ég set e-n þátt sem ég hef séð áður eða lag sem ég hef heyrt áður í gang á meðan ég er að sofna.. svo er ég oft við það að sofna og heyri e-n ákveðinn hluta í þættinum/laginu.. svo finnst mér heillangur tími líða, en svo ranka ég við mér og þá hafa bara 3 sekúndur liðið af því sem ég er að spila.. æ það er frekar erfitt að útskýra þetta, en þetta er mjög undarlegt.. ég ætlað fara að hlusta á Rick James diskinn minn

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim