Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 29, 2004

já.. þar sem ég hef svona lítið að segja ákvað ég áðan að reyna að grafa upp gamlar færslur og posta þær af handahófi... við það rann upp fyri rmér hversu lítið ég hef til heimsmálanna að leggja:

26. ágúst 2003
"en já.. skólinn byrjaði hjá flestum í dag... flestum nema MÉR... á föstudaginn átti sér stað mjög táknrænt móment... ég fór í vinnuna, en þurfti að taka strætó að lækjartorgi þannig að ég fylgdist með fólki verað fara á skólasetningu MR.... ég táraðist næstum því... nei, reyndar er það haugalygi þar sem mér gæti ekki verið meira drullusama um þennan andskotans skóla... versti hlutinn er líklega sá að félagsleg einangrun verður óumflýjanleg í vetur... jæja þetta reddast einhvernvegin..."

20. september 2003
"í gær stofnaði ég rapphljómsveit með eyjó vini mínum. mun hún bera nafnið The Icelandic Vikings og munum við aðeins rappa á ensku, en með íslenskasta hreim sem um getur... þeir sem hafa áhuga á að djoína krúið okkar mega endilega hafa samband.. hér er svo fyrsta línan okkar (samin af Eyjó)
"we leave you motherfuckers grounded (yeah)
you think you own America, but we found it (yo)"

djöfull verðum við stórir... "


18. desember 2003
"ég labbaði niðrí bæ áðan og sá einhvern múgæsing meðal andanna hjá tjörninni... og í miðri þvögunni var einhver gaur með skegg að pikka fight við eina öndina.. það var fyndið"

15. desember 2003
"ég hata þegar maður fer út í búð og kaupir sér 3 pakka af núðlum, kemur svo heim og ákveður 3 tímum seinna að borða þær, en finnur þær ekki og ákveður svo að þær hljóti að vera í jakkanum sem maður var í þegar maður fór útí búð, svo finnur maður heldur ekki jakkan og leitar að honum út um allt, svo þegar maður loksins finnur hann þá er ekkert í honum.. er alltaf að koma fyrir mig

svo held ég að ég sé með krampa í vinstra lærinu"

"Ég er lítill kúreki
já, já
sjáiði fína hattinn minn
já, já, já"

stundum spyr ég mig afhverju ég er að standa í þessu...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim