Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, desember 02, 2004

sko.. það er ekki oft sem ég öskra úr hlátri kl. 3 um nóttina einn inní herbergi hjá mér.. en það gerði ég þegar ég horfði á kastljósþátt kvöldsins áðan (sá hann á netinu).. þar er s.s. verið að tala við Kristján Jóhannsson og einhvern gaur sem enginn veit hver er í sambandi við þessa krabbameinstónleika sem fólk er e-ð að væla yfir... ég og Krummi erum á þeirri skoðun að Kristján eigi að fá fálkaorðuna fyrir þennan þátt.. ég ætla ekki einusinni að reynað byrja að lýsa þeim epísku hæðum sem hann nær í almennum fávitaskap og rugli.. ég horfði á þetta viðtal u.þ.b. þrisvar sinnum.. kíkið á það hér, þið sem sáuð það ekki

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim