Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, ágúst 05, 2005

Þessa dagana er ég að ræsta í leikskólanum og er því bara að vinna þar þegar allir eru farnir. Svo hætti ég eftir 3 vikur. Það er mjög undarleg tilfinning að vera þarna alltaf aleinn á kvöldin núna, þar sem þetta er búið að vera vinnustaður minn í hálft ár (og þá alltaf iðandi af lífi) og er núna hluti af fortíðinni þar sem ég er ei lengur fóstrugaur.
Fæ alltaf furðulega, furðulega tilfinningu í hvert skipti sem ég geng þarna inn á kvöldin einn. Eins og ég hafi flakkað aftur í tímann í bilaðri tímavél sem geri það að verkum að staðir og hlutir séu á sínum stað, en allt fólkið sé horfið.
Eða að ég sé að valsa um í eigin fortíð, en fólkið sé ekki þar því tíminn hefur liðið eðlilega hjá þeim og þau eru í einhverjum öðrum tímapunkti. Ég veit þið skiljið hvað ég meina, ég veit það vel.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim