Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 30, 2005

jæja þá fer árið bráðum að enda... ég gerði mér miklar vonir síðustu áramót um betra ár, en satt best að segja er 2005 á heildina litið búið að vera alveg jafnmikið skítaár og 2004.. búinn að missa tengsl við fólk sem skipti mig miklu máli, og bara á síðustu 2 mánuðum er ég líklega búinn að fella fleiri tár en ég gerði út leikskólagöngu mína (hahha vá hvað einn maður getur tuðað...)

en þau hafa þó enganveginn verið alslæm og sérstaklega ekki núna.. ég á t.a.m. sérstaklega góðar minningar frá í kringum jólin/áramótin í fyrra, hróaskelduferðin í ár var bara snilld, og það besta er líklega að ég er búinn að endurheimta einn af mínum allra bestu vinum nánast frá dauðum..

Þar fyrir utan líður mér bara einstaklega vel með sjálfan mig þessa stundina, og með það sem ég hef í kring um mig núna. Mér finnst ég líka hafa lært heilmikið um sjálfan mig (þó það hafi stundum verið sárar leiðir til þess), veit mun betur hvað ég vill, hvar ég stend í lífinu o.s.frv... ég á bestu fjölskyldu og bestu vini sem nokkur maður gæti hugsað sér, ég er í námi sem ég er ánægður með, ég á hund sem er afburðagreindur miðað við hunda/afburðaheimskur miðað við okkur hin, ég er hvorki lamaður/geðveikur/þroskaheftur/sveltandi/Kristján Jóhannsson/félagssvelt barn á Grundartanga/morðóður né nokkuð annað af því tagi, þannig að ég hef enga ástæðu til annars en að vera mjög glaður núna.

og svo ég er bara mjög bjartsýnn á 2006..
gleðilegt ár, og ég vonast til að sjá sem flesta sem lesa þetta annað kvöld.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim