Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 31, 2004

jæja.. núna eru u.þ.b. 6 klst. eftir af árinu og ég er að taka mér smá pásu frá hreingerningum... það verður eiginlega að segjast að 2004 er búið að vera frekar súrt ár.. bæði í mínu lífi og hvað aðra hluti varðar.. árið byrjaði eins ömurlega og það gat og nýársdagur var hugsanlega versti dagur ævi minnar.. svo er meirihluti ársins búinn að fara í að væla yfir því.. svo var ráðist á mig í apríl af einhverjum aumingjum (ég náði þó að halda haus þar sem þessar miklu hetjur, sem réðust á mig fyrir að bjóða góðan daginn þurftu að hringja í fleiri vini sína þrátt fyrir að vera 2 á móti mér einum.. pakk) og fleiri leiðinlegir hlutir.. annars gerðist voða lítið merkilegt.. þó voru nokkrir hápunktar og þar ber líklega helst að nefna hróaskelduhátíðin, tvírugsafmælið mitt og það að ég varð stúdent...

svo var eiginlega bara allt í rugli á þessu ári.. kennaraverkfallið, fjölmiðlafrumvarpið, forsetakosningarnar í bandaríkjunum og svo til að toppa það allt, þessar hörmungar í Asíu sem er líklega það allra versta..

en þrátt fyrir allt þetta þá er ég bjartsýnn á að 2005 verði skemmtilegra, og ég vil óska þeim sem lesa þetta gleðilegs nýs árs og vona að ég hitti sem flesta í kvöld.

ps. ég keypti m.a. Campari flösku f. kvöldið í kvöld sem á að sögn að bragðast eins og eyrnamergur (hef ekki smakkað það).. Jói Palli og pabbi voru báðir ánægðir með þessi kaup mín en voru þó líka sammála því að þetta bragðast eins og eyrnamergur..
pabbi sagði mér svo að þetta hefði um skeið verið hans aðaldrykkur, og það var fyrst þá sem ég fór að trúa að þetta væri einhver viðbjóður, þar sem pabbi er versti svaitadurgur inn við beinið og virðist yfirleitt laðast að því sem að heilbrigðu fólki finnst viðbjóðslegt á bragðið.. hvað finnst fólki annars um þennan drykk?

miðvikudagur, desember 29, 2004

jæja jólin eru búin að vera fín.. fékk sniðugt dót í jólagjöf og þurfti ekki að mæta í eitt einasta leiðinlega jólaboð...
annars var ég að skoða færslur frá sama tíma í fyrra... ég var fullur af gleði þá.. en djöfull urðu þær svo niðurdrepandi í Janúar.. hahha

þetta er kannski gömul klisja, en djöfull er Linkin Park vond, vond hljómsveit..

í nótt dreymdi mig að ég og´Fúsi mættum fullir heim til Jóa Palla (af einhverjum ástæðum bjó hann í Dúfnahólunum í gömlu íbúðinni hennar ömmu) og drápum óvart gullfiskinn hans (hann á ekki gullfisk).. svo eyðilögðum við flísarnar inní herbergi hjá honum en reyndum að laga það með því að nota blautan klósettpappír.. það var fyndið

jæja enn ein samhengislausa færslan á enda

lag dagsins: Animal Collective - Leaf House

föstudagur, desember 24, 2004

jæja.. jól eftir klukkutíma og ég á eftir að gera slatta.. ætla ekki að skrifa mikið (frekar en venjulega) en vill bara óska öllum sem lesa þetta gleðilegra jóla!

mánudagur, desember 20, 2004

jæjá ætli það sé ekki tími á að gera einhverskonar plötulista yfir uppáhaldsplöturnar mínar á þessu ári... ég nenni ekki að gera einhverja langloku þannig að ég geri bara topp 10.. það nennir hvort sem er enginn að lesa afganginn...

10. A.C. Newman - The Slow Wonder
9. Devendra Banhart - Rejoicing In The Hands/Nino Rojo
8. Fiery Furnaces - Blueberry Boat
7. Frog Eyes - The Folded Palm
6. The Walkmen - Bows & Arrows
5. Björk - Medulla
4. Air - Talkie Walkie
3. Madvillain - Madvillainy
2. Mugison - Mugimama is this monkeymusic?
1. Arcade Fire - Funeral

eh.. jájá þetta er ágætt.. arcade fire eru allavegana efstir
jeei ég fékk digitalmyndavél frá Ingólfi frænda í stúdentsgjöf.. í tilefni af því set ég upp tvær myndir, í fyrsta lagi


mynd af mér í stúdentsplebbaátfitti og í öðru lagi



Erna með fugl á hausnum.. svo kannski set ég upp einhverja myndasíðu á næstunni.. jeeejejej

laugardagur, desember 18, 2004

jæja.. ég komst ekki með norður í sjötugsafmælið hennar ömmu sökum stúdentsveisluþynnku.. nú sit ég hérna einn heima hjá mér og væli "ég er skítugur róni, ég er skítugur róni"
fyrir mér er ekkert gaman að vera í glasi lengur en í sona 5 tíma í einu.. eftir það verð ég bara þreyttur, pirraður og almennt svartsýnn. í gær fékk ég mér freyðivín í veislunni minni kl. 6 og kom heim úr bænum kl.hálf 6 um morguninn... fyrri hluti kvöldsins var skemmtilegur. Seinni hlutinn var það ei.

lag dagsins: Iron & Wine - Jezebel
jæjá þá er 14 tíma dagskrá dagsins á enda runnin og ég er bara sáttur... útskriftin gekk ágætlega og eftir það var veisla.. frá 5-8 var hún aðallega fyrir fjölskyldu, en eftir það fyrir félaga mína.. ég hafði reyndar sagt þeim að mæta kl. sona 6-hálf 7 en en enginn (f. utan Jóa Palla og MR fólkið mitt) gat drullast til að mæta fyrr en kl sona 9... aaanyway það var mjög fínt.. viðráðanlegur fjöldi allt kvelldið og bara mjög gaman.. um sona 2 leytið þegar allur bjórinn og ógeðið var búið héldum við í bæinn.. fyrst hélt ég á Prikið þar sem var troðið og óþægilegt, þannig að ég hélt þaðan, einn (gat ekki fengið neinn með mér) og hélt á Sirkus.. þar sem var álíka troðið, en samt aðeins þægilegra, en ég þekkti engann þar þannig að ég drullaði mér út eftir 5 mínútur.. eftir það tóku við hefðbundin bæjarleiðindi og ég hélt bara heim... mun epískari færslu er að vænta eftir helgi...

btw. þá kíkti ég á quiz scoreboardið mitt áðan og ein spurning brennur enn á vörum mínum.. hver í fjandanum skrifaði sig sem "Sigurrós" á scoreboardið? þessi spurning pirrar mig enn af vissum ástæðum... vænti svars frá þeim fávita um helgina >:-|

miðvikudagur, desember 15, 2004

jæja þá er það orðið öruggt að ég útskrifast.. jejejeje

ég var að komast að því í gær þegar ég fór að sofa, að ég sofna í asnalegustu stellingu sem um getur.. fyrir sona ári sofnaði ég ósköp venjulega, á hlið, með sængina ofan á mér... svo byrjaði ég að einhverjum ástæðum að sofa með handlegginn sem snýr upp beint yfir hausinn á mér.. svo einhvernveginn hefur það þróast þannig að ég sef í fósturstellingu með koddan brotinn saman, handlegginn yfir hausnum á mér og sængina ekki ofan á mér, heldur við hliðina á mér og á milli fótanna einhvernveginn.. þetta er orðið rídikkjúlus

lag dagsins: JayLib - The Red

hiphopið er allsráðandi þessa dagana... það og Duran Duran
ég held að I Luv U með Dizzee Rascal sé besta lag í.... heiminum
ahh gaman að vera búinn í prófum og gera ekki neitt.. svo er útskriftarveislan (vonandi) á föstudaginn.. svo verður fólk hérna eitthvað frameftir og þegar pabbi og mamma fá leið á okkur og henda okkur út þá verður glens og grín í bænum hohoho..

laugardagur, desember 11, 2004

jög höf kömöst öð þvö öftör ötörlögör og mjög nökvömör rönnsöknör öð öllör sörhljöðör förör ötön stöfönn 'ö' örö föllkömlögö gögnslöösör.. löfö ö!
Það er aldeilis gott að vita hvað repúblikanarnir eru duglegir við að halda þessu samkynhneigða pakki í skefjum... hvar væri heimurinn án siðferðislegrar leiðsagnar fólks eins og Geralds Allen?

fimmtudagur, desember 09, 2004

já... fór í mitt síðasta próf í dag. Það gekk fínt þannig að ég er að öllum líkindum orðinn stúdent... mér fannst viðeigandi að á síðustu spurningu á síðasta prófinu hafi ég talað um það að ef allir indverjar og kínverjar tækju sig saman og hoppuðu upp og niður gætum við ýtt jörðinni yfir í annað sólkerfi.. veit ekki afhverju.. en jæja.. fyndið kvót

Dr. Cox: "you know Bob, I've been thinking about all the times that you've manipulated me and toyed with me and well, I can't help but recall that childrens fable about the race between the tortoise and the pain-in-the-ass Chief of medicine that everybody hates. You see Bob, the pain-in-the-ass Chief of medicine that everybody hates kept running out in front of the tortoise and taunting him, but right at the end... oh gosh, I'm sure you remember what happened, Bob, the tortoise bit clean through the chief of medicine's calf muscle, dragged him to the ground where he and all the other turtles devoured him alive, right there on the race track."

Scrubs eru vanmetnir þættir...

sunnudagur, desember 05, 2004

[hroki]

já.. djamm í bænum er alltaf skemmtilegt (nei)

ég ætla einhverntíman að gera könnun á þessum röðum f. framan skemmtistaðina... það er mjög misjafnt hversu gjarnir dyraverðir eru á að hleypa "V.I.P." fólki inn (kall sem þekkir vin frænda gaursins sem passar hund stelpunnar sem var einusinni með gaurnum sem afgreiddi á videoleigunni sem gaurinn sem á staðinn verslaði við)... meðaltöl síðustu tveggja ára segja mér þetta:

Fjöldi fólks sem er að meðaltali hleypt framfyrir röðina á stöðunum sem ég bíð f. framan áður en ég kemst inn:

Kaffibarinn - 342.446.590.877 (nema þegar Eyþór er dyravörður)
Sirkus - 342.446.590.876
Hverfisbarinn - 2.000
Sólon - 22
Prikið - 15
Ellefan - 0
Dillon - 0
Celtic - 0
Nellys - ???

gallinn við 0 staðina er að þeir eru allir ógeðslegir (nema ellefan kannski.. en þar er aldrei neinn sem ég þekki).. Prikið er hinsvegar fínn staður og fer hinn gullna meðalveg.. Hverfisbarinn er einhverskonar krípí mökunarstöð og ég hætti ég mér sjaldan þangað inn. Kaffibarinn og Sirkus eru fínir staðir þegar maður loksins kemst inn, en aðeins ef maður nær að umbera þá hálvita sem eru oft í röðinni fyrir utan án þess að missa stjórn á sér, það getur hinsvegar reynst mjög erfitt og þessvegna kýs ég að fyrirlíta þessa staði líka.
Nellys ákvað ég að bæta á listann til að koma því á framfæri að hann er ógeðslegur og ég mun aldrei hætta mér þangað inn.

niðurstaða: um helgar skuluð þið frekar vera heima hjá ykkur í lúdó krakkar mínir.. íslenskt næturlíf er ömurlegt og ég vona að það klessi flugvél í miðbæ reykjavíkur á næstu vikum.

[/hroki]

laugardagur, desember 04, 2004

jæja helvítis fasistaógeðið hann Donald Rumsfeld verður áfram varnarmálaráðherra... bömmer..

lag dagsins: A.C. Newman - The Town Halo
já... það er föstudagskvöld og ég hef ekkert að gera.. við vorum að fá skanna í síðustu viku þannig að ég ákvað að skanna inn nokkrar fjölskyldumyndir.. þar á meðal var þessi


ég elska þessa mynd.. þetta er s.s. þegar ég var 6 ára og bjó í breiðholtinu.. ég er alveg ótrúlega þunglyndur á þessari mynd.. þetta var líka held ég stuttu eftir að ég fékk þessi ofvöxnu gleraugu.. "ég hata allt og alla. Nema bláa hjálminn minn og endalaust stóru gleraugun mín"

....og svo skannaði ég sjálfan mig inn! haahahah!


djöfull er ég sorglegur...

föstudagur, desember 03, 2004

ég er með mjög furðulegt hár.. í gegn um árin hef ég fengið að heyra það frá klippingarkellingum útum allan bæ ("hárið á þér er eins og gaddavír.. það eyðileggur skærin mín") og frá fólki útá götu...það pirraði mig mikið f. nokkrum árum en nún hef ég bara sætt mig við það.. þetta lýsir sér m.a. þannig að það er gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að safna síðu hári, því í staðinn fyrir að vaxa niður þá vex það alltaf beint útí loftið og alltaf þegar ég kem úr sturtu þarf ég að vera með húfu í sona hálftíma á meðan það er að þorna, svo það rísi ekki upp úr öllu valdi.. ég gerði svo tilraun með það fyrr á árinu og lét ekki klippa það í 9 mánuði í von um að það myndi leggjast niður en það gekk ekkert.. ég neyddist til að láta klippa það þegar ég var kominn með afró skv. ströngustu skilgreiningum..
jæja ég er að fara að labba nirrí Linsuna til að fara í sjóntékk.. og þeir sögðu mér að setja ekki linsurnar í mig í dag áður en ég kæmi til þeirra.. þessvegna verð ég nánast staurblindur þegar ég labba niðreftir til þeirra (er með -6.0) mun ég lifa þetta af? held ekki...

fimmtudagur, desember 02, 2004

hahahah Jói Palli er líka kominn með sona quiz hérna... það er mjög fyndið.. takið það ef ekki bara til að lesa valmöguleikana.. (ég rúllaði því upp >:-| )
sko.. það er ekki oft sem ég öskra úr hlátri kl. 3 um nóttina einn inní herbergi hjá mér.. en það gerði ég þegar ég horfði á kastljósþátt kvöldsins áðan (sá hann á netinu).. þar er s.s. verið að tala við Kristján Jóhannsson og einhvern gaur sem enginn veit hver er í sambandi við þessa krabbameinstónleika sem fólk er e-ð að væla yfir... ég og Krummi erum á þeirri skoðun að Kristján eigi að fá fálkaorðuna fyrir þennan þátt.. ég ætla ekki einusinni að reynað byrja að lýsa þeim epísku hæðum sem hann nær í almennum fávitaskap og rugli.. ég horfði á þetta viðtal u.þ.b. þrisvar sinnum.. kíkið á það hér, þið sem sáuð það ekki
já.. er að lesa þjóðhagfræði.. djöfulsins óendanlega viska sem lekur úr þessari bók:

"Viðskipti eiga sér stað þegar kaupandi og seljandi sættast á tiltekið verð t.d. 250 kr. fyrir 1 kg. af vöru."

"Viðskipti geta ekki átt sér stað ef kaupandi og seljandi koma ekki saman um verð. Ef neytandi vill kaupa 1 kg. af vöru á 200 kr. en seljandi vill selja vöruna á 300 kr. er augljóst að viðskipti geta ekki átt sér stað."

vá.. ég er bara á góðri leið með að verða hagfræðingur..

miðvikudagur, desember 01, 2004

já.. keypti nýja Mugison diskinn í dag og er það í fyrsta skipti sem ég kaupi disk í mjöög langan tíma.. það er eiginlega bara því ég finn engan stað á netinu þar sem ég get stolið honum.. me´r finnst það annars vera sjálfsögð mannréttindi.. að stela einhevrju sem aðrir þurfa að kaupa.. annars er þessi diskur alveg drullugóður.. f. utan kannski að mér finnst hann ekki öskra nógu villimannslega á 'Sad as a truck' eins og hann gerði á airwaves, en það var líklega eitt af hápunktum hátíðarinnar fyrir mér hahah... en já annars mæli ég með þessum disk, ef ekki abra til að heyra hvað hann getur verið furðulegur..

en já í sambandi við quizdæmið.. margir búnir að taka það og það er fínt.. búinn að segja upp mörgum vinum í dag sem voru ekki að standa sig >:-|
samt fær einhver nóbelsverðlaunin í fávitaskap fyrir eitt nafnið sem birtist þarna í dag...
Chris Martin, þó þú hafir fengið 100 á quizinu mínu þá langar mig samt að kýla þig >:-|
vá... kannski var þetta quiz ekki besta hugmyndin... þar sem fullt af creepy fólki er að komast inn á listann eins og "Vinur í raun" með 100 stig og "Ég veit allt um þig" með 70 stig... oh well