svo var eiginlega bara allt í rugli á þessu ári.. kennaraverkfallið, fjölmiðlafrumvarpið, forsetakosningarnar í bandaríkjunum og svo til að toppa það allt, þessar hörmungar í Asíu sem er líklega það allra versta..
en þrátt fyrir allt þetta þá er ég bjartsýnn á að 2005 verði skemmtilegra, og ég vil óska þeim sem lesa þetta gleðilegs nýs árs og vona að ég hitti sem flesta í kvöld.
ps. ég keypti m.a. Campari flösku f. kvöldið í kvöld sem á að sögn að bragðast eins og eyrnamergur (hef ekki smakkað það).. Jói Palli og pabbi voru báðir ánægðir með þessi kaup mín en voru þó líka sammála því að þetta bragðast eins og eyrnamergur..
pabbi sagði mér svo að þetta hefði um skeið verið hans aðaldrykkur, og það var fyrst þá sem ég fór að trúa að þetta væri einhver viðbjóður, þar sem pabbi er versti svaitadurgur inn við beinið og virðist yfirleitt laðast að því sem að heilbrigðu fólki finnst viðbjóðslegt á bragðið.. hvað finnst fólki annars um þennan drykk?