Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, desember 05, 2004

[hroki]

já.. djamm í bænum er alltaf skemmtilegt (nei)

ég ætla einhverntíman að gera könnun á þessum röðum f. framan skemmtistaðina... það er mjög misjafnt hversu gjarnir dyraverðir eru á að hleypa "V.I.P." fólki inn (kall sem þekkir vin frænda gaursins sem passar hund stelpunnar sem var einusinni með gaurnum sem afgreiddi á videoleigunni sem gaurinn sem á staðinn verslaði við)... meðaltöl síðustu tveggja ára segja mér þetta:

Fjöldi fólks sem er að meðaltali hleypt framfyrir röðina á stöðunum sem ég bíð f. framan áður en ég kemst inn:

Kaffibarinn - 342.446.590.877 (nema þegar Eyþór er dyravörður)
Sirkus - 342.446.590.876
Hverfisbarinn - 2.000
Sólon - 22
Prikið - 15
Ellefan - 0
Dillon - 0
Celtic - 0
Nellys - ???

gallinn við 0 staðina er að þeir eru allir ógeðslegir (nema ellefan kannski.. en þar er aldrei neinn sem ég þekki).. Prikið er hinsvegar fínn staður og fer hinn gullna meðalveg.. Hverfisbarinn er einhverskonar krípí mökunarstöð og ég hætti ég mér sjaldan þangað inn. Kaffibarinn og Sirkus eru fínir staðir þegar maður loksins kemst inn, en aðeins ef maður nær að umbera þá hálvita sem eru oft í röðinni fyrir utan án þess að missa stjórn á sér, það getur hinsvegar reynst mjög erfitt og þessvegna kýs ég að fyrirlíta þessa staði líka.
Nellys ákvað ég að bæta á listann til að koma því á framfæri að hann er ógeðslegur og ég mun aldrei hætta mér þangað inn.

niðurstaða: um helgar skuluð þið frekar vera heima hjá ykkur í lúdó krakkar mínir.. íslenskt næturlíf er ömurlegt og ég vona að það klessi flugvél í miðbæ reykjavíkur á næstu vikum.

[/hroki]

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim