Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Já.. það var gaman að horfa á Kastljósið í dag, og þó ég skammist mín pínu fyrir það þá hlakkaði alveg svoleiðis í mér þegar fygldist með því hvernig var þjarmað að DV og ritstjórn þess..
fannst líka bara fyndið að fylgjast með Jónasi Kristjánssyni reyna að réttlæta það sem þessi *****snepill gerir sig sekan um, og hvernig hann stökk á milli þess að vera með útúrsnúninga, og að benda á hluti sem koma málinu svoleiðis ekkert við ("hvað með þá sem hafa þurft að þjást út af þessum manni?" o.s.frv).. sosem voða lítið annað sem hann gat gert þar sem það er ekki auðvelt að rökstyðja myndbirtingar og nafngreiningar á fólki í tengslum við einhvern glæp sem ekki er einusinni búið að ákæra það fyrir..
ég var reyndar búinn að spá að þetta myndi enda einhvernveginn svona ef þeir myndu halda áfram að vera með þessar fáránlegu fyrirsagnir sínar..

"Við segjum bara sannleikann" er líka svo gjörsamlega merkingarlaus setning í þessu samhengi... það er eitt að segja sannleikann, en annað að ýja að einhverjum "mögulegum" sannleika... æi ég nenni ekki að skrifa meira um þetta..


en já..á undanförnum árum hef ég komist að því að í sambandi við allt sem tengist dýpri skilning á hinu sjónræna, þá er ég þroskaheftur... þá meina ég "þroskaheftur" í þeim skilningi að ég er farinn að halda að ég geti fengið einhverjar öryrkjabætur útá þetta...

þetta kemur fram á ýmsum sviðum.. í listum og daglegu lífi... t.d. hef ég voðalega lítinn áhuga á myndlist, og hún hreyfir sjaldan við mér að nokkrum leyti.. það kemur fyrir, en þá er það á einhverjum allt öðrum forsendum en hjá flestum öðrum

svo fattaði ég t.d. ekki fyrr en fyrir örfáum árum að ljósmyndun væri einhverskonar listgrein, og að það sé einhverskonar fagurfræði falin í ljósmyndun (og kvikmyndum líka).. t.d. fyrir nokkrum árum þegar einhver ljósmynd af tveim gaurum vann einhverja ljósmyndunarkeppni sem "besta ljósmynd ársins".... ég gat ekki fyrir mitt litla líf skilið afhverju. Var eitthvað sérstakt við þessa menn? voru þeir af eitthvað merkilegum ættum? Rímuðu nöfnin þeirra kannski á kómískan hátt?

þegar ég var u.þ.b. 10 ára langaði mig mikið til að læra að teikna.. ég æfði mig og æfði, en hæfileikaleysi mitt á því sviði kom samt augljóslega fram eftir margra vikna æfingar.. sem betur fer var ég fyrstur til að fatta það og lét það bitna á verkum mínum með því að stinga blýantinum af miklum krafti í gegn um þau

þetta hamlar mér líka í hinu daglega lífi, þar sem ég er án efa áttavilltasti maður Íslands, ef ekki alheimsins (margir lesendur þessa bloggs get vottað fyrir því).... ég get enganveginn kortlagt einhverjar leiðir í hausnum á mér, og ef ég á að þekkja leið einhvert, þá verð ég að hafa ferðast þessa leið að minnsta kosti þrisvar sinnum, og þá af mikilli athygli... t.a.m. rata ég ekki anal í kópavoginum, grafavoginum eða árbænum (ég hef sem betur fer búið í flestum hinum reykjavíkurhverfunum)... í garðabænum eru bara einn eða tveir staðir sem ég hef komið á oftar en þrisvar sinnum (gat ekki fundið þá fyrr en eftir margra vikna þjálfun), og það eru checkpoint sem ég miða allt út frá.... ég ætla ekki einusinni að tala um staði fyrir utan reykjavíkursvæðið..

ég reyni því að halda mig við þá ágætu reglu sem Óli T. kom einhverntíman með, að allt fyrir ofan Hlemm sé sveit sem enginn nenni að skipta sér að..

Það eina á sviði lista sem getur hreyft við mér að einhverju leyti tilfinnanlega, er tónlist (og bókmenntir, en ekki eins mikið), og ég held að hún geri það í raun mun meira hjá mér en flestum... og vegur þannig upp á hlutleysi mínu gagnvart hinu dótinu

í tilefni af þessari uppgötvun minni ætla ég að fjalla um 8 uppáhaldsplötur mínar á næstu dögum, og hvernig þau hafa haft áhrif á mig...
og þegar það er búið ætla ég að fjalla um einhver 8 virt og fræg málverk, og hvernig þau hafa ekki haft áhrif á mig að neinu leyti...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim