Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, janúar 30, 2006

já... allt í einu þekki ég fólk sem er e-ð voðalega að blanda sér í stúdentapólitík, og þar sem það eru að koma kosningar, og þar sem ég hef ekki hugmynd um muninn á Vöku og Röskvu þá vildi ég biðja Röskvu/Vökuliða sem skoða þetta blogg að útskýra muninn fyrir mér?
Eini murinn sem ég hef séð er eiginlega sá að einn klúbburinn (hohoho) segist t.d. "ekki vilja vera pólitískt afl".
Ég hef alveg frekar takmarkaða þekkingu á pólitík, og kannski hef ég alveg misskilið hvað það þýðir nákvæmlega þegar eitthvað er "pólitískt", en hvar eiga hagsmunasamtök annars að berjast fyrir hagsmunum(t.d. hvað varðar fjárveitingar og þannig)? Eða hvernig tengjast þau "pólitík" yfir höfuð.. ég fatta þetta ekki alveg.. eiga þau ekki bara að hafa hagsmuni stúdenta að markmiði?
Einn klúbburinn vildi t.d. ekki álykta um vatnsmýrardótið, því þó tengdist stúdentum óbeint/beint, þá þætti það of pólitískt. Ég skil það ekki alveg.. að hverju á þessi hagsmunabarátta að beinast?
Ef Við-hötum-Háskólann-flokkurinn kæmist t.d. til valda í landinu, myndi setja lög um að háskólinn mætti bara verða starfræktur í þessu húsnæði, og að aðeins skjólstæðingar Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík mætti sjá um kennslu, hvernig myndu hagsmunasamtök bregðast við?
ég er örugglega að misskilja þetta allt, en nennir einhver vinsamlegast að útskýra fyrir mér

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim