Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Í nótt dreymdi mig að hundurinn minn gæti talað. Hann tjáði mér frá áhyggjum sínum af neyslusamfélagi nútímans, og að honum fyndist fólk í dag ekki lifa á öðru en örbylgjumat. Það væri ekki gott því þá væri of mikil geislun í líkama fólks. Svo sagði hann mér frá einhverjum heilsukúr sem hann hafði kynnt sér, og sem væri góð bót á þessu samfélagsmeini.
Ég vaknaði skiljanlega í svitabaði.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim