Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, janúar 17, 2006


Pixies - Surfer Rosa + Come On Pilgrim
Engin orð geta lýst ást minni á Pixies.. ég verð alltaf glaður af því að hlusta á þau. Enginn önnur hljómsveit í heiminum er eins mikill gleðigjafi fyrir mig. Þegar ég hlusta á þá byrja ég yfirleitt að hoppa um og láta eins og fífl, og tala um regnboga og smáhesta og slíkt.
Come on Pilgrim er EP plata og var það fyrsta sem þau gáfu út, og Surfer Rosa var fyrsta breiðskífan þeirra, en ég set þetta saman því ég keypti upphaflega einhverja útgáfu þar sem þeim var steypt saman, og hef því alltaf hlustað á þetta sem eina heild.
Það er alltaf verið að tala um hversu mikil áhrif þau hafa haft á nútímatónlist, og hvað grunge og Nirvana hefðu ekki orðið til án þeirra og ekki heldur alternative rokk og blablablaaaa... en mér er sosem alveg sama.. mér finnst þau bara ógeðslega góð. Öll lögin á Surfer Rosa eru geðveik (f. utan kannski Break My Body) og næstum því öll á Come on Pilgrim. Hún er soldið súrari og tryllingslegri en dótið á Doolittle, en þar eru þau ögn fínpússaðri.
Frank Black er líka uppáhalds rokksöngvarinn minn með öllum sínum tilgangslausu öskrum og furðulegu textum... og það er eitthvað mjög kúl við það að hann skuli bara hafa verið einhver þybbinn lúði með þunnt hár(hann er reyndar orðinn spikfeitur núna).. Hjölli benti líka réttilega á að það væri mjög athyglisvert að konungur allra indíplebba liti út eins og einhver sveittur forritari. Já, og svo samdi hann líka geðveika texta..
Það sem mér finnst svo áhugaverðast er þegar einhverjir koma (þeir eru sosem nokkrir) sem finnst Pixies vera stórlega ofmetin hljómsveit og vilja að maður útskýri hvað það sé nákvæmlega sem er svona frábært við þá.. og þá getur maður eiginlega voða lítið sagt, þar sem það er mjög erfitt að útskýra.. það er eiginlega ekki hægt (fyrir mig allavegana.. en ég er líka ömurlegur í að skrifa/tala).. líkt og með Neutral Milk Hotel, þá er það bara einhver ólýsanlegur sjarmi sem gerir það að verkum að allt sem þau gerðu var geðveikt, en það tekur tíma að "ná" þeim alveg (tók mig allavegana nokkur ár.. fílaði alltaf seinni plötur þeirra betur). Alveg eins og það tók u.þ.b. 10 ár eftir að þau hættu fyrir þau að verða heimsfræg.
Þessvegna neyði ég fólk oft til að hlusta á þau aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Ef ég fæ einhvern til að fá jafnmikið kikk útúr því að hlusta á þau og ég, þá get ég dáið sáttur.




The Roots - Do you Want more??!!?/Things Fall Apart (Set þær saman því ég get eiginlega ekki hlustað á eina án þess að hlusta á hina líka.)
Þegar ég var í úllíngaskóla þá hlustaði ég mikið á rapp þar sem það var hipp og kúl að gera svo. Ég hlusta ekki jafnmikið á það núna, en engu að síður er margt sem ég er feginn að hafa uppgötvað á þessum tíma. Eitt af því er The Roots. Þeir eru bestir, og uppáhaldsrapphljómsveitin mín bæ far, og þessar tvær plötur hlusta ég á mjög reglulega. "Do you want more??!!?" var raunar fyrsta hiphop plata sem ég keypti og satt að segja var ég ekkert að fíla hana neitt sérstaklega fyrst.. einhverskonar sýrudjassrapp (eða svo segja þeir).. en hún venst mjöög vel. Hún fær líka plús því þeir ná að troða sekkjapípu í titillagið á mjög smekklegan hátt.. enda er það eitt af betri lögum plötunnar. Þeir eru líka frábrugðnir öðrum hljómsveitum í þessum geira að þeir spila að miklu leyti á live hljóðfæri.. Svo státa þeir sig líka af því að hafa Rhazel innanborðs, sem er e-ð þroskaheftur í munninum og er líklega besti beatbox-gaur sem ég hef heyrt í (alveg heilir 3 eða e-ð.. en samt).
Með Things fall apart slógu þeir að einhverju leyti í gegn í útvarpi, og oft mátti heyra lögin "The Next Movement" og "You Got Me" á öldum ljósvakans (ég er fífl).. þar fyrir utan er þetta mjög þétt plata að öllu leyti, en 100% Dundee, Adrenaline, Dynamite, Ain't Sayin' Nothin' og fleiri. Black Thought er líka að öllum líkindum uppáhaldsrapparinn minn. Jei.
Þess má líka að geta að þeir eiga líklega flottasta/fyndnasta myndband sem ég hef séð um ævina. Myndbandið við lagið "What they Do", sem var reyndar á Illadelph Halflife, en þar eru þeir að skjóta á rappmyndbönd á þeim tíma. Það er sett upp sem einhverskonar leiðbeiningar að því hvernig eigi að búa til rappmyndband, og í raun er þetta alveg jafnviðeigandi núna og það var þá (það kom út '94 eða e-ð).. held að allir hefðu gaman að þessu.
Annars nenni ég ekki að hafa þetta jafnfáránlega langt og dótið hérna á undan.. þannig að ég stoppa bara hér.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim