Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, janúar 13, 2006

Jæja nú byrjar þessi umfjöllun mín.. þó ég sé tónlistarnörd þá er ég líka snobbhænsn og alltof gagnrýninn, og það eru ekki margar plötur sem ég fíla það mikið að ég nenni að hlusta á þær frá byrjun til enda.. þær eru í raun ekki nema 8-10, og því skilgreini ég þær sem uppáhaldsplöturnar mínar. og hér kemur umfjöllun um þær.
Set tvær í einu, og þær koma í engri sérstakri röð.. þetta verður kannski frekar fyrirsjáanlegt, en þið skuluð samt öll drullast til að lesa þetta >:-|


Neutral Milk Hotel - In The Aeroplane over the sea

"And your mom would drink until she was no longer speaking / And dad would dream of all the different ways to die" syngur Jeff Mangum af mikilli gleði á fyrsta lagi disksins. Það eru líklega fáar hljómsveitir sem gætu flutt lag með svona texta af svona miklum hressleika, án þess að maður hætti að taka þá alvarlega. En Jeff Mangum tekst það samt.. og svo er þetta líka geðveikt lag, eins og öll hin á disknum.

Allir sem ég hef leyft að heyra í Neutral Milk Hotel hafa fílað þá.. þá á ég við pabba, mömmu, öll systkini mín, Jói Palli (sem hefur allt öðruvísi tónlistarsmekk en ég), Hrafn og slatti af öðru fólki.
Það kemur mér í raun svolítið á óvart þar sem þeir hljóma frekar furðulega.. gaur að hamast á kassagítar með vinnukonugripin ein að vopni, syngjandi (frekar illa) um furðulega, furðulega hluti.
Platan kom út árið 1998 og eftir það ákvað Jeff Mangum (sem er í rauninni allt í öllu í þessari hljómsveit) að draga sig í hlé og fara að rannsaka snigla í Rúmeníu eða eitthvað álíka furðulegt.. þessi eina plata var samt alveg nóg og hún er fyrir löngu orðin algjör költplata
Það er líka frekar erfitt að lýsa lögunum.. að mestu er það bara hann með kassagítar (og þegar hljómsveitin bætist við er það yfirleitt frekar aggressífur bassi + trommur og trompet og e-ð.. æjá og svo er sekkjarpípa í einulaginu.. sem er geeeðveikt) og þessa "einstöku" rödd að syngja um tvíhöfða stráka, gulrótarblóm og konunga þeirra, einhverjar flugvélar, Jesú, drauga og margt fleira. Það er bara einhver ólýsanlegur sjarmi við þessa plötu og frekar tilgangslaust að reyna e-ð að fanga hann með orðum.. get bara beint fólki hingað til að hlusta á tóndæmi.. mæli með fyrsta laginu eða titillagi plötunnar




Sigur Rós - Ágætis Byrjun

Ég kynntist Sigur Rós í 10. bekk, en um jólaleytið 1999 fór ég út í Frostaskjól (félagsmiðstöðin), þar sem strákarnir voru að gera grín að Eyjó fyrir að hlusta á Sigur Rós þar sem þeim fannst þetta vera væl (held þeir séu nokkrir búnir að skipta um skoðun núna).. ég var í allt öðrum tónlistarpælingum á þessum tíma og hugsaði "hmm þetta er e-ð sem mamma myndi fíla" og gaf henni diskinn í jólagjöf.. það endaði svo með því að ég hertók hann og hlustaði á hana að meðaltali þrisvar á dag í nokkrar vikur/mánuði..
það er sosem voða lítið sem ég get sagt um hana sem fólk veit ekki.. enda þekkja flestir íslendingar hana vel... fyrir utan það að hafa alveg ótrúlega sérstæðan hljóm, og ekki bara það (margar hljómsveitir hafa kannski sérstæðan hljóm, en semja svo ömurleg lög), heldur er hvert einasta lag á þessari plötu einstaklega vel samið og fallegt..
persónulega finnst mér þeir pínu að vera að missa flugið með Takk.., en þar finnst mér of mikið af lögum sem eru bara e-ð dútl.. og Jónsi ætti aðeins að draga úr því að syngja ALLTAF svona hátt uppi.. og burt með helvítis vonlenskuna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim