Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, janúar 21, 2006



Radiohead - OK Computer

Radiohead eru töff. Ég keypti OK Computer þegar ég var 12 ára og var ítrekað búinn að hlusta á The Bends þar á undan (frændi minn hafði gefið mér hana í afmælisgjöf.. í fyrstu var ég ekkert spenntur því ég vildi bara hlusta á 2unlimited og pottþétt diskana og e-ð slíkt.. en seinna varð ég mjög hrifinn). Ég lokaði mig inn í herbergi og hlustaði og hlustaði og hlustaði.. þetta var í fyrsta skipti sem ég var gjörsamlega heltekinn af einhverri plötu. Það er ekkert af ástæðulausu að það er alltaf verið að kjósa þessa plötu bestu plötu allra tíma í einhverjum kosningum. Hún er bara svona góð.
Á tímabilinu frá því ég var 17 ára til sona 19 ára var ég mjög obsessed á þeim, kunni hvert einasta lag með þeim utanað.. það var útaf þeim sem ég ákvað að ég vildi læra á hljóðfæri og vera í hljómsveit.. ég vildi líka geta sungið eins og Thom Yorke og skrifað texta eins og hann. En núna er ég orðinn eldri og þekki sjálfan mig betur, og veit að ég er ekki næstumþví jafnmikil dramadrottning og Thom Yorke, í söng og textasmíðum. Ekki myndi ég nenna að væla eitthvað um firringu og kulda nútímasamfélags alveg 12 lög í röð. Ég veit líka að hljómsveitir sem reyna að apa eitthvað eftir þeim eru yfirleitt ömurlegar.
Þeir höfðu líka mikil áhrif á líf mitt að öðru leyti. T.d. hékk ég mikið á einhverju radiohead message boardi þar sem ég kynntist helling af skemmtilegu fólki, t.d. ónefndum Ástrala (sem kom svo hingað í heimsókn þarsíðustu áramót), Charlie, sem er fyrrverandi heróínfíkill sem býr í trailer í Pennsylvaniu, Diane sem býr í Boston og ég held ennþá sambandi við, Ryan geðbilaði vinur minn frá Kanada og fullt af öðru liði.

Ég verð reyndar að viðurkenna það að Radiohead-æðið mitt hefur dvínað svolítið undanfarin ár, en fyrir 3 árum hefðu líklega tvær aðrar plötur með þeim komist inn á listann. Veit ekki afhverju. En þannig hef ég reyndar öðlast smá fjarlægð, og núna skil ég kannski betur hvað sumir eiga við með því að þetta sé "þunglyndistónlist" og væl.. engu að síður þá hlæ ég stórkarlalega að því fólki, og vorkenni því bara, því það veit ekki hverju það er að missa af. Þetta er svolítið eins og ef maður myndi hafna því að sofa hjá Angelinu Jolie bara því hún væri með inngróna tánögl á hægri fæti eða e-ð.
Ég nenni ekki að taka hvert einasta lag á plötunni fyrir, þannig að ég læt það nægja að segja að hvert einasta lag á plötunni (fyrir utan Subterranean Homesick Alien) hefur á einhverjum tímapunkti verið uppáhaldslagið mitt.




Arcade Fire - Funeral

úff... tíundi textinn.. ég er orðinn þreyttur á að skrifa svona langa hluti þar sem það fer gegn allri minni blogg-speki.. héðan í frá lofa ég að færslurnar verða aldrei lengri en 10 orð.
Allavegana.. um Arcade Fire gildir það sama og um Neutral Milk Hotel... allir fíla þá.. enda eru þau ógeðslega góð (allavegana þessi plata, frumraun þeirra) pabbi minn dýrkar þá t.d., og flestir hérna heima.. allavegana geta allir hlustað á fyrsta lag plötunnar, Neighbourhood #1 (Tunnels). Það sem mér finnst einkenna hljómsveitina í öllum lögum er fáránlegur kraftur, 6 manns alveg á fullu að hamast á hljóðfærunum sínum o.s.frv... hljómurinn á plötunni er líka mjög sérstakur og flottur, mjög hrár einhvernveginn, og það hljómar virkilega eins og maður sé með þeim í herberginu að hlusta á þau spila... ég hef líka heyrt að þau séu alveg rosaleg live, og það er eitt af mínum lífstakmörkum að sjá þau.. ég er t.d. búinn að fá loforð frá Win Butler (söngvari og lagasmiður ásamt konunni sinni). Indíplebbismi minn (og það að þekkja tónlistarnörda víðsvegar um Bandaríkin) kom að góðum notum í þessu tilviki, þar sem ég var búinn að uppgötva plötuna nánast áður en hún kom út.. Ég hlustaði miikið á hana og sendi þeim ímeil til að þakka þeim fyrir plötuna, sagði þeim að koma til íslands o.fl.. Svo fékk ég svar frá Win Butler daginn eftir, þar sem hann sagðist vera mjög spenntur fyrir því... svo kom platan út, allir elskuðu hana og þau urðu fræg. Ég efast því um að hann myndi svara póstinum mínum núna þar sem hann gengur örugglega núna um í loðfeld og með hatt
En já.. ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira af fyrrnefndum ástæðum. Segi bara að Funeral er alveg mögnuð plata og á alveg skilið allt það hrós sem hún er búin að vera að fá.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim