Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, september 27, 2006

ég ásamt mörgum labbaði með Ómari Ragnarssyni niður í bæ í gær. það var talað um að fólk hafi verið á bilinu 11.000-15.000. Miðað við það að þetta var ekkert mikið auglýst, þá finnst mér það nokkuð massíft, og sendir ákveðin skilaboð.

Ég hef sjaldan verið maður sem hef einhverjar massívar skoðanir á hlutunum, eða verið mikið að ota mínum tota um málefni líðandi stundar, um hvort herinn eigi að vera hérna, um hvort Davíð Oddsson eigi að fá meiri pening þegar hann fer á eftirlaun o.s.frv.
Hinsvegar hef ég mjög sterkar skoðanir í þessu máli.
Þetta er í mínum huga ekki einusinni spurning um það hvort maður sé mikill náttúruverndarsinni eða ekki. Þó ég sé mikið fyrir náttúruna, þá get ég ekki sagt að ég næstum því eins harður í þeim málum og margir aðrir.
Fyrir mér snýst þetta líka að miklu leyti um virðingu fyrir fólki, fyrir þeim sem meta náttúruna mjög mikils, fyrir þá sem telja það skilgreina sig að einhverju leyti, og ekki síst fyrir komandi kynslóðir.
Ég reyni líka yfirleitt að kynna mér sem flestar hliðar máls áður en ég felli dóm, og fer yfirleitt frekar varlega áður en ég tek mjög sterka afstöðu (aðallega því ég er auli) en það er bara einhvernveginn þannig að því betur sem ég kynni mér þetta mál, framgang stjórnvalda í því, hversu algjörlega ónauðsynlegt þetta er alltsaman í raun sama hvernig á það er litið, og öll græðgin og yfirgangurinn, þá verður mér eiginlega bara óglatt af reiði og pirringi, og langar ekkert mikið til að kynna mér það betur.

Héðan í frá ætla ég að mæta á hver einustu mótmæli í tenglsum við þetta sem ég finn, og hvet þá sem hafa ekki haft mikla skoðun á þessu til þessa að allavegana kynna sér málin.
Æjá og svo mun ég aldrei á ævi minni kjósa helvítis framsóknarógeðið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim