Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, september 28, 2006

Já.. ég hef einhverntíman áður bloggað um samsemdarlögmálið, sem er líklega mest döll lögmál alheimsins. Núna er ég að skoða einhverja bók þar sem gaurnum tekst að útfæra það á 8 mismunandi vegu.. maður verður eiginlega að dást að því.

1. A er A
2. A=A
3. Allt er samt sjálfu sér
4. Allt er hið sama og það sjálft
5. Allt er það sem það er
6. Ef p er sönn, þá er p sönn (þar sem p er hvaða fullyrðing sem er)
7. p er jafngild p (þar sem p er hvaða fullyrðing sem er)
8. Sérhvert frumlag er eiginleiki (umsögn) sjálf sín (þ.e. alltaf er unnt að segja um A (frumlag), að það sé A (umsögn)).

Þessi listi undirstrikar líklega það hversu mikið adrenalínkikk hlýtur að felast í því að vera heimspekingur.
Ég er allavegana hér með búinn að ákveða að ég ætla að skrifa 500 bls. bók um samsemdarlögmálið, hún verður algjör rússíbanareið og mun skáka Arnaldi Indriðasyni á metsölulistum landsins.

Þegar ég er búinn að því ætla ég svo að endurgera Vertigo eftir Alfred Hitchcock, og hafa Adam Sandler og Whoopi Goldberg í aðalhlutverkum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim