Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, desember 04, 2002

ég var að horfa á Carrie.... djöfull var hún geðveik.... mikil snilld þar á ferð... sérstaklega fannst mér þó mamma Carrie fara á kostum, leikin af Piper Laurie... þvílíkt comic genius hef ég aldrei séð á ævi minni... með setningar eins og "take off that dress. We'll burn it together and pray for forgiveness", og mjög tilþrifamikinn dauða undir lokin. Og ekki má gleyma mjög frumlegum uppeldisaðferðum....
hinsvegar skil ég ekki hvernig þessi mynd gerði John Travolta frægan... hann lék e-ð smá skítahlutverk sem skipti engu máli... bara einhver skólajock sem var alltaf að drekka bjór og segja lélega brandara og drapst svo.... þetta er sona svipað og ef gaurinn í "Dude, where's my car" sem sagði alltaf "stoner bashing time" hefði orðið frægur fyrir það hlutverk.....
en allavegana, Carrie er toppmynd og fær 4 og hálfa stjörnu af 5....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim