Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, apríl 21, 2003

ég vaknaði kl. hálf 6 í dag... það er alveg hryllilegt... ég svaf eins og steinn... og mig dreymdi líka ekkert smá... það er svona draumatörn í gangi í sfvefnlífi mínu þessa dagana og það er bara fínt... mig dreymdi að bekkjarsystir mín væri byrjuð með James í Twin Peaks... sem þýðir það að ég er endanlega orðinn mesti Twin Peaks nörd í heiminum ásamt Hjölla...

síðasta nótt var mjög skemmtileg... ég og Hjölli ákváðum að vera fávitar og rúntuðum um öskrandi alla nóttina... svo ákváðum við að vera ennþá meiri fávitar með því að gera pirrandi símaöt í sofandi fóli... sem minnir mig á það að ég er í fýlu útí Lovísu... það vill svo til að hún er útí Frakklandi þessa stundina, og ég ákvað að gera hana að síma-ats fórnalambi okkar Hjölla og tékka um leið hvort hún vlæri ekki örugglega komin heim... ég hringdi því úr GSM síma mömmu hans Hjölla, og fullvissaði hann um það að hún væri alveg pottþétt komin heim frá Frakklandi...

*duud duuud*
Lovísa: "halló"
Ég: "halló Lovísa ertu nokkuð ennþá útí Frakklandi?"
Lovísa: "Nei"
Ég: "Hvernig var?"
Lovísa: "Ég fór ekki"
Ég: "hvar ertu þá búin að vera? blablablabla...."

svo byrjuðum við bara að tala um e-ð annað og nokkurra mínútna samtal átti sér stað.. svo allt í einu...

Lovísa: "já ég kem heim ekki á morgun heldur hinn"
Ég: "Ha? Kemur heim?? Ertu útí Frakklandi?"
Lovísa: "Já"

og þá panikkaði ég og skellti ég á, og þurfti að þola ískalt augnaráð Hjölla í nokkrar mínútur eftir þetta... þannig að núna skulda ég mömmu hans Hjölla sona 3.890.546.729.586 krónur, sem útskýrir gremju mína >:-|

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim