þá er það ákveðið... þetta blogg verður héðan í frá tileinkað bók Séra Sveins Víkings, "Leikir og Létt Gaman" og mun ég nú flytja ávarp hans í upphafi bókarinnar:
Leikþörfin er manninum meðfædd og í eðli borin. Hún kemur í ljós hjá barninu löngu áður en það lærir að ganga og tala. Og hún fylgir manninum síðan í einhverri mynd alveg fram á grafarbakkann, ef við á annað borð höldum ráði og rænu. Mín skoðun er sú, að þegar við erum hætt að leika okkur, hætt að gleðjast og hafa gaman af nokkrum sköpuðum hlut, þá sé kominn tími til að hypja sig héðan í þeirri von, að betri og bjartari vist taki þá við.
Hitt er annað mál, að leikir okkar hljóta að breytast með tímanum og árunum og bera jafnan svip af hverju aldursskeiði. Leikir smábarna eru að sjálfsögðu aðrir og öðruvísi en leikir þeirra, sem komin eru á skólaskyldualdurinn. Unglingarnir vaxa frá æskuleikjunum og iðka aðra, sem þeim finnst betur við sitt hæfi. Tekur þá að bera einna mest á dansleikjum, íþróttum og útiskemmtunum. Aldraða fólkið kýs hinsvegar þá leikina, sem ekki eru fyrst og fremst hopp og hí, heldur með rólegra sniði, svo sem spil og tafl eða dund við krossgátur og kapla.
Í þessari bók er safnað leikjum og léttu gamni, sem ætlað er fólki á öllum aldri. Er þess vænzt, að hún geti komið að góðu haldi til skemmtunar og gamans, ekkiáðeins á heimilum þar sem menn vilja gera sér dagamun í hópi ættingja og vina, heldur einnig og ekki síður í skólunum og þá fyrst og fremst barna- og unglingaskólunum. En einnig er þar að finna mörg skemmtileg verkefni til að glíma við fyrir nemendur í öðrum skólum og raunar menn og konur á hvaða aldri sem er. Er þar gnægð tækifæra til að beita hugsun og hugkvæmni sér og öðrum til gagns og gamans.
Sveinn Víkingur
já.. hann var nú meiri grallaraspóinn hann Séra Sveinn Víkingur og ég legg til að allir kaupi þessa ágætu bók >:-|
Leikþörfin er manninum meðfædd og í eðli borin. Hún kemur í ljós hjá barninu löngu áður en það lærir að ganga og tala. Og hún fylgir manninum síðan í einhverri mynd alveg fram á grafarbakkann, ef við á annað borð höldum ráði og rænu. Mín skoðun er sú, að þegar við erum hætt að leika okkur, hætt að gleðjast og hafa gaman af nokkrum sköpuðum hlut, þá sé kominn tími til að hypja sig héðan í þeirri von, að betri og bjartari vist taki þá við.
Hitt er annað mál, að leikir okkar hljóta að breytast með tímanum og árunum og bera jafnan svip af hverju aldursskeiði. Leikir smábarna eru að sjálfsögðu aðrir og öðruvísi en leikir þeirra, sem komin eru á skólaskyldualdurinn. Unglingarnir vaxa frá æskuleikjunum og iðka aðra, sem þeim finnst betur við sitt hæfi. Tekur þá að bera einna mest á dansleikjum, íþróttum og útiskemmtunum. Aldraða fólkið kýs hinsvegar þá leikina, sem ekki eru fyrst og fremst hopp og hí, heldur með rólegra sniði, svo sem spil og tafl eða dund við krossgátur og kapla.
Í þessari bók er safnað leikjum og léttu gamni, sem ætlað er fólki á öllum aldri. Er þess vænzt, að hún geti komið að góðu haldi til skemmtunar og gamans, ekkiáðeins á heimilum þar sem menn vilja gera sér dagamun í hópi ættingja og vina, heldur einnig og ekki síður í skólunum og þá fyrst og fremst barna- og unglingaskólunum. En einnig er þar að finna mörg skemmtileg verkefni til að glíma við fyrir nemendur í öðrum skólum og raunar menn og konur á hvaða aldri sem er. Er þar gnægð tækifæra til að beita hugsun og hugkvæmni sér og öðrum til gagns og gamans.
Sveinn Víkingur
já.. hann var nú meiri grallaraspóinn hann Séra Sveinn Víkingur og ég legg til að allir kaupi þessa ágætu bók >:-|
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim