Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, maí 19, 2003

hvernig nennir fólk sem bloggar að skrifa svona langar greinar? hvernig getur það haft svona mikið að segja? Þótt það sé nákvæmlega ekki rassgat að gerast í lífum þess þá finnur það samt alltaf e-ð til að skrifa um. Ekki ég... síðastliðinn mánuður hefur verið svona: vakna, fara í tölvu, byrja að læra f. próf kl. 6, labba niðrí bæ. Sofa. Fara í próf, repeat" og það gerist ekki rassgat.. jújú ég gæti svosem skrifað um hvað verður á vegi mínum þegar ég er að labba í skólann... "á leiðinni í skólann hitti ég rauðhærðann gaur sem var að borða samloku"... NEI... mitt líf er kannski bara ekki nógu merkilegt til að ég geti bloggað... kannski ættí ég að byrja með spjallþátt... spjallþáttsstjórnendur þurfa ekki að hafa neitt merkilegt að segja... þurfa bara að spyrja spurninga og hlæja... og það skiptir engu máli hversu asnalegir þeir eru (Gísli Marteinn)... kannski ætti ég bara að byrja að skrifa uppúr bókinni "Leikir og létt gaman" eftir Séra Svein Víking til að halda þessu bloggi gangandi... það er þó áhugaverð lesning... ég held ég byrji bara núna

Að segja ferðasögu
---------------------------
Til þess að framkvæma þennan leik þarf helzt að veljast maður, sem létt er um mál, er fljótur að hugsa og fimur að koma fyrir sig orði. Áður en hann byrjar að segja ferðasögu sína, hvísla gestirnir hver að öðrum einhverju orði eða örstuttri frásögn, er menn verða að muna en mega ekki gleyma.
Að þessu loknu byrjar sögumaður að segja frá ferð sinni, en víkur sér alltaf öðru hverju að einhverjum viðstöddum og spyr: "Og hvað sá ég þá?" Segir hinn þá það, sem að honum hafði verið hvíslað, t.d. tungl í fyllingu, hvítan hrafn, sólina, bjarndýr o. s. frv. En sögumaður gerir þegar grein fyrir hvers vegna þetta hafi orðið á vegi hans.
Ef vel tekst til getur orðið af þessum leik hin bezta skemmtun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim