Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, júlí 17, 2003

já... ég er pirraður... pirraður yfir því að það koma aldrei neinar VIRKILEGA góðar hljómsveitir til Íslands... núna er ómerkilegasta hljómsveit í heiminum að fara að spila í höllinni... Foo Fighters... þetta er svo nauðaómerkileg hljómsveit að það er alveg ótrúlegt... ég meina það eru til margar verri hljómsveitir, en það er þó EITTHVAÐ merkilegt við þær...Papa Roach eru merkilegir að því leyti að textarnir þeirra eru ömurlegir og bara fyrir hvað þeir eru ömurlegir, StainD eru merkilegir því söngvarinn þeirra er mesta væluskjóða í heiminum, Limp Bizkit eru merkilegir því söngvarinn þeirra er asnaleg gúrka, og svo er fullt af hljómsveitum sem eru merkilegar því þær eru góðar.. Foo Fighters hinsvegar, hafa EKKERT... lögin þeirra eru ekki nógu góð til að maður veiti þeim nokkra athygli, og ekki nógu léleg til að það sé e-ð merkilegt við þau, það er ekkert merkilegt við neinn í hljómsveitinni (fyrir utan það að Dave Grohl var einusinni í hljómsveit sem var miklu betri og er góður trommari).. og þessvegna þurfa þeir AUÐVITAÐ að koma til Íslands.. ohh... alltaf þegar ég heyri "Foo Fighters", þá hugsa ég "ómerkilegt"... ekki "lélegt", ekki "gott", bara ómerkilegt... andskotinn hafi það

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim