Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, október 28, 2003

Þetta er að finna á heimasíðu bjarts.. www.bjartur.is


Ævisaga Stephans G. er glæsileg og höfundi sínum til sóma (27.10.2003)


Páll Baldvin Baldvinsson heldur ekki vatni yfir Andvökuskáldi og Landnemanum mikla, ævisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson. Í umfjöllun sinni um nýlegar ævisögur í þættinum „Ísland í dag“ sagði Páll Baldvin að Viðar hefði unnið mikið verk með ritun sögu Klettafjallaskáldsins, sem var hinn vænsti maður að hans mati enda trúleysingi með meiru.

Einnig mælti Páll Baldvin með því að fólk gæfi sér góðan tíma til að lesa bindin þessi miklu tvö, og ekki væri verra að hafa ritsafn Stephans við höndina. (Sem sagt, að hér væri komið heils vetrar gaman fyrir alvöru fólk.) Nú hefur Páll Baldvin Baldvinson þann háttinn á að niðurstöðunni af lestri sínum varpar hann fram í formi „hnotskurnar“.

Þar sagði hann: „Glæsileg og efnismikil ævisaga um eitt merkasta skáld liðinnar aldar. Vel unnin rannsókn og höfundi til sóma.“

nohh! ekki slæmt! ég er nú bara stoltur af honum pápa gamla.. ég er samt viss um að bókin hefði ekki verið svona góð hefði hann ekki haft yfirlit yfir ljóðin hans Stephans sem ÉG gerði... tölum nú aðeins meira um mig..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim