Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, maí 25, 2005

ég er að spá í að leggja til á næstu ráðstefnu Alþjóðlegu leikskólasamtakanna að sandkassar verði lagðir niður. U.þ.b. 50% af öllum klögum sem ég fæ inn á borð til mín eru annaðhvort í tengslum við að einhver var að taka skófluna/fötuna af hinum og þessum, eða að einhver var að kasta sandi í einhvern, plús það að ég þarf alltaf að skrúbba sand úr nefum og andlitum barnanna þegar þau koma inn sem er helvítis púl. Svo í dag átti sér stað nokkuð brútalt sandkassaatvik.. tilgangslaust segi ég, tilgangslaust.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim