Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 16, 2005

uss... bara eitt próf eftir.. og það í fagi sem ég er eiginlega búinn að ná.. fádæma gleði ríkir á egilsbæ núna

Hefur það einhverntíman útskýrt með rökum afhverju aðalpersónan í Mario leikjunum er feitur ítalskur pípari? og afhverju hann stækkar af því að borða sveppi, og getur skotið eldkúlum ef hann borðar blóm? Ég meina vá.. flestir tölvuleikir reyna að útskýra bullið í þeim..

annars neyddi ég Hildi til að klukka mig aftur til að stytta mér stundir

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. Kýla Chris Martin (á nefið).
2. Fara á fyllerí með Eddie Izzard.
3. Láta lífið í karatebardaga við Chuck Norris
4. Gefa út plötu.
5. Eignast mörg börn sem hlýða skipunum mínum.
6. Eiga vin sem er með mullet.
7. Kenna Týra að sturtu niður klósettinu.


7 Hlutir sem ég get gert

1. Spilað á gítar.
2. Verið taugahrúga.
3. Öskrað eins og það sé kviknað í mér (þó á smekklegan hátt).
4. Skipt á bleyju.
5. Borðað óhóflegt magn af mat í einu.
6. Samið lög.
7. Þóst hafa áhuga á einhverjum samræðum sem mér hundleiðist.

7 Hlutir sem ég get alls ekki gert

1. Tekið Hugh Laurie alvarlega.
2. Falið það hversu mikill lúði ég er í eðli mínu.
3. Hlustað á Kenny G.
4. Talað um bíla.
5. Pantað leigubíl á dönsku
6. Haft einhverskonar skilning á myndlist eða annarri sjónrænni list
7. Rifist út af ómerkilegum hlutum.

7 Frægir sem heilla

1. Chuck Norris
2. Chuck Norris
3. Kim Deal
4. Gellan í Fiery Furnaces
5. Eddie Izzard
6. Kristján Jóhansson (mesta fífl alheimssögunnar)
7. Bob Saget

7 Hlutir sem heilla mig við aðra manneskju
1. Heiðarleiki.
2. Húmor (Að hafa húmor fyrir sjálfum sér)
3. Umburðalyndi.
4. Ljúfmennska.
5. Skýrleiki.
6. Skilningur á hugtakinu "Babar".
7. Frjósemi.

7 setningar sem ég nota mikið

1. "Babar"
2. "Babar deluxe"
3. "Jesús kristur"
4. "Ég fokka þér upp yo"
5. "Neinei"
6. "ööööö..."
7. "foin"

7 Hlutir sem ég sé

1. Hundaól
2. Reykelsi
3. Gorgías
4. Hálfdauða pottaplöntu
5. Twixbréf
6. Vitfirrt bréf sem var sent til mín frá Hereford (gruna Kidda/Krumma)
7. Hengilás (???)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim