I. Ég hef í gegn um árin alltaf verið afar góður að hafa ofan af fyrir sjálfum mér þannig að það kemur afar sjaldan fyrir að mér "leiðist". Þegar mjög hart er í ári (þ.e.a.s. ekki rassgat að gerast neinstaðar) þá er mitt bjargræði fólgið í því að gera aftur og aftur eitthvað ákveðið á internetinu. Tékka á pósti, tékka á kommentum á blogginu mínu, tékka á uglunni á HÍ, bíð eftir að Jessica Alba komi inn á MSN. Þetta gat ég gert tímunum saman. Núna er svo komið að ég hef ekkert slíkt til að dunda mér við lengur. Ég á aldrei von á neinum skemmtilegum pósti, fólkið á msn er leiðinlegt, ég er ekki lengur í Háskólanum og það les enginn bloggið mitt. Í gær lenti ég í því í fyrsta skipti í áraraðir að mér "leiddist". Ég sat bara og horfði á klukkuna. Það var ömurlegt.
II. Það entist þó ekki lengi því ég uppgötvaði það skyndilega að klukkan mín mælir tíma, og ég tók því upp á því að mæla hvað ég get haldið lengi niðri í mér andanum. Ég gerði þónokkrar tilraunir og reyndi ýmis afbrigði niður-öndunar-haldi til að ná sem bestum árangri. Að lokum náði ég lengst að halda niðri í mér andanum í 2 mínútur og 10 sekúndur, sem ég tel fjandi gott.
III. Hver var boðskapurinn með þessari sögu? Líklega enginn.
IV. Ég var að fatta að ég á alveg 3-4 gamlar bloggfærslur sem ég hef geymt sem uppköst en aldrei sett inn einfaldlega því ég hef ekki talið mannkynið í stakk búið til að takast á við þær. En nú erum við þó komin á það stig þróunar að vísindamenn eru farnir að skjóta einhverju drasli um einhverja kappakstursbraut í Sviss. Þvílíkt undur. Kannski er því kominn tími að ég setji færslurnar inn.
II. Það entist þó ekki lengi því ég uppgötvaði það skyndilega að klukkan mín mælir tíma, og ég tók því upp á því að mæla hvað ég get haldið lengi niðri í mér andanum. Ég gerði þónokkrar tilraunir og reyndi ýmis afbrigði niður-öndunar-haldi til að ná sem bestum árangri. Að lokum náði ég lengst að halda niðri í mér andanum í 2 mínútur og 10 sekúndur, sem ég tel fjandi gott.
III. Hver var boðskapurinn með þessari sögu? Líklega enginn.
IV. Ég var að fatta að ég á alveg 3-4 gamlar bloggfærslur sem ég hef geymt sem uppköst en aldrei sett inn einfaldlega því ég hef ekki talið mannkynið í stakk búið til að takast á við þær. En nú erum við þó komin á það stig þróunar að vísindamenn eru farnir að skjóta einhverju drasli um einhverja kappakstursbraut í Sviss. Þvílíkt undur. Kannski er því kominn tími að ég setji færslurnar inn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim