Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Í gær skrifaði ég fjórar innantómar færslur og er í fýlu því enginn kommentaði á þær.

Mér líður eins og ég sé 19 ára aftur.



Í dag hefst nýr dagskrárliður: Moggabloggsfyrirsögn/fréttatengingar vikunnar.

Sigurvegari vikunnar er enginn annar en Börkur Hrólfsson fyrir tengingu sína við fréttina "Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu":

"Þvílíkt rugl !"


Í öðru sæti þessa vikuna lendir Börkur Hrólfsson fyrir tengingu sína við fréttina "Jóhanna tekur fyrstu skóflustunguna":

"Hvílík vitleysa"

Í þriðja sæti lendir Börkur Hrólfsson fyrir tenginu sína við fréttina "Jesús fæddist 17. Júní":

"Enn ein moggalygin !"

Í fjórða sæti lendir Börkur Hrólfsson fyrir tengingu sína við fréttina "Frumvarp um launalækkun ráðherra":

"Hvílíkir andskotans aular !!"

Í fimmta sæti lendir Víðir Benediktsson fyrir tengingu sína við fréttina "Flokksforystan fái opið umboð":

"Mín afstaða er skýr"


Við hjá Kærleikslandi óskum þeim Berki og Víði til hamingju með árangur á sviði moggabloggunar og vonum að þessi viðurkenning hvetji þá til enn frekari dáða.

Hvernig er það, er enginn búinn að stofna hagsmunasamtök moggabloggara?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim