Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, janúar 05, 2009

ég er búinn að finna hlutfallslegt samhengi milli bloghnignunar minar, og þessu helvítis orðastaðfestingarbulli sem maður þarf að gera hér fyrir neðan færslugluggann. Sama hvað ég gerði það rétt þá kom af einhverjum ástæðum alltaf error í fyrsta skipti og ég þurfti því alltaf að slá þetta helvíti inn tvisvar.
Að skrifa bloggfærslu var því helvítis vsen á latur-internetnotandi mælikvarðann, g undirmeðvitund minni hefur greinilega verið nóg boðið. Núna er það þó farið og ég get látið gaminn geysa að nýju.

Áramótaskaupið fær 7,15 í einkunn hjá mér. Byrjaði sterkt og hafði sterka punkta, en fjaraði svolítið út. Nasdaq 8, Dow Jones 8,1, Indiana Jones 4.

Ég er búinn að enduruppgötva Pacman.

Á morgun geri ég síðbúna nýársfærslu.

Lag dagsins: TV on the Radio - Family Tree

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim