Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 30, 2008

I. Mér hefur orðið tíðrætt um norsku blackmetal-hetjuna Gaahl á þessu bloggi. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég færslu um hann eftir að hann hafði lent í fangelsi fyrir að drekka blóð úr einhverjum gaur í partíi. Nokkrum mánuðum eftir það ákvað ég að senda hljómsveitinni bréf sem finna má hér. Margir hefðu haldið að nokkura mánuða fangelsisvist hefði dregið úr athafnagleði Gaahls, en nei, svo er ekki. Þessa dagan er Gaahl, eða Kristian Eivind Espedal eins og hann heitir víst á frummáli, kominn út úr skápnum og er farinn að hanna kvenmannsföt með kærastanum sínum, módelumboðsmanninum Dan De Vero. Sögusagnir um þetta komust fyrst á kreik þegar De Vero sagði í viðtali að "Kristian og áttum í mjög nánu sambandi, og hann sagði mér oft að hann bæri afar sterkar tilfinningar til mín."
Hér má sjá mynd af þeim á góðri stundu

Við hér hjá Kærleikslandi óskum Gaahl að sjálfsögðu til hamingju með kynhneigð sína og óskum honum alls hins besta á nýjum starfsvettvangi sínum.

II. Í kjölfar efnahagshruns Íslands og aulaháttar hjá þeim sem bera ábyrgð, og þar sem útlit er fyrir algera uppstokkun á þjóðfélaginu hef ég ákveðið að hafa meiri áhuga á þessum hlutum en ég hafði áður. Ég læði jafnvel inn einni og einni færslu um eitthvað slíkt.

III. Ég er kominn með vinnu á Sæborg. Jibbí.

IV. Vill einhver selja mér Xbox 360?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim