Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 02, 2008

I. Undanfarna daga og vikur er ég búinn að missa mig algjörlega í Harry Potter lestri. Ég las fyrstu bókina á sínum tíma og var mjög hrifinn, en gat svo aldrei ákveðið mig hvort ég vildi lesa næstu bók á ensku eða íslensku. Nú, 5 árum seinna tók ég ákvörðun og er búinn að spóla í gegn um Chamber of secrets, Prisoner of Azkaban, Goblet of Fire og Order of the Phoenix á ensku. Ég er búinn að lesa 1300 blaðsíður á innan við viku og er yfir mig hrifinn. Er að deyja úr spenningi yfir að lesa síðustu tvær.

II. Þrátt fyrir þennan endalausa pening sem dælt er í forsetakosningarnar í bandaríkjunum, og þá miklu áherslu sem lögð er á efnahagsmál, utanríkismál og og önur "málefni", þá er ég nokkuð viss um það að forsetakosningarnar í bandaríkjunum munu að lokum ráðast af því að nafnið Obama rímar við Osama, og að John McCain heitir næstum því John McClane, en John McClane er líklega erkitýpa amerískrar karlmennsku.

III. Ég gróf upp "Bók athafna" sem ég byrjaði á síðasta sumar, en gafst upp á eftir nokkra mánuði. Sú bók fólst í því að skrifa niður atburði hvers dags sem skáru sig úr öðrum dögum á eins hlutlausan hátt g ég gat og gaf þeim svo einkunn. Þetta var gert til að forðast það að allir dagar rynnu saman í eitt í minningunni. Hér er ein færsla:
" 21. júlí '07 Laugardagur
Fór í partí til Eika hennar Ylfu. Drakk mig pissfullan og hringdi í alla í heiminum og talaði með vestur-íslenskum hreim. Grenjaði smá. Endaði í gítar/þverflautupartíi með einhverjum útlendingum fyrir utan Hallgrímskirkju.
Einkunn: 7,0."
Ég er ekki frá því að ég verði eiginlega að endurvekja þessa ágætu bók..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim