Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Það er ein auglýsing í sjónvarpinu þessa daga og vikur sem að fer virkilega í taugarnar á mér, en það er einhver kjötborðsauglýsing frá lambakjot.is. Það sem gerist í henni er að maður er við kjötborðið og biður um það sem eftir er af lambakjötinu í borðinu. Konan sem er fyrir aftan hann girnist kjötið og tekur því til sinna ráða. Hún lætur allt klinkið sitt detta á gólfið, biður manninn að hjálpa sér og meðan hann er að því tekur hún kjötið sem maðurinn pantaði. Þvínæst þakkar hún honum fyrir hjálpina með kjötið falið bakvið bak og stingur svo af.
Hverskonar mannvonsku og heigulshátt er Nóatún eiginlega að hvetja til? Aumingja maðurinn sýnir herramennsku sem maður verður sjaldan var við þessa dagana, og stelpan launar honum með því að stela af honum kjöti sem átti án efa að vera kvöldmatur handa fjölskyldunni hans.
Fyrir svo utan það að þetta er vonlaust og ömurlegt "kænskubragð". Í fyrsta lagi er stelpufíflið að treysta á að afgreiðslumaðurinn sé fullkominn hálfviti, sem hann svo að sjálfsögðu er. Hann lætur stelpuna hafa kjöt sem hann var búinn að pakka fyrir einhvern annan þó það sé deginum ljósara hvað hún ætlast fyrir. Í öðru lagi gerir hún ráð fyrir að mennirnir tveir geti af einhverjum ástæðum ekki miðlað upplýsingum sín á milli eftir að hún er farin. Það gengur að sjálfsögðu eftir líka. Afhverju spyr maðurinn ekki afgreiðslufíflið hvað hafi orðið um kjötið?? Hann myndi hafa nægan tíma til að elta konuna uppi og snúa hana niður, eða að hringja á lögregluna.

Ég ætla að leggja til við Markaðsráð kindakjöts að þessi auglýsing verði skotin upp á nýtt, og þá með handriti sem hefur kærleik og samkennd að leiðarljósi og tekur auk þess mið af raunverulegum mannlegm samskiptum. Ég læt ekki bjóða mér svona kjaftæði.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim