Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 17, 2008

I. Fyrir rúmu ári skrifaði ég bloggfærslu þar sem ég hæddist að Axl Rose fyrir að vera frekar leim gaur og vísaði þar í viðtal við Kurt Cobain máli mínu til stuðnings. Núna var ég að sjá að piltur að nafni Alex Skúli Einarsson hafði rambað á umrædda færslu með því að gúgla setninguna "hata Axl Rose" og hafði skilið eftir komment sem hljóðar svo:

"hey well ég gæti ekki verið meira ósammála þér þar sem kurt cobain var sækó fífl sem samdii ömurlega tónlist og gerði rétt með því að skjóta sig en axl rose er geðveikur textasmiður sem er cool þá hann sé í ömmunærbuxum á sviði (sem enginn annar gæti gert og sammt verið cool) svo please farðu og litterly ríddu þínu egin andliti."

Fyrst og fremst vil ég hrósa Alexi Skúla fyrir að hafa skrifað undir fullu nafni, sem er líklega fátítt í þeim flokki blogg-kommenta þar sem viðmælanda er skipað að hafa mök við eigið andlit... en þýðir þessi hnífbeitta atlaga að orðum mínum annars ekki að ég sé núna officially orðin "umdeildur þjóðfélagsrýnir"?

II. Ég vil þakka þeim Brumma og Kraga fyrir eðalpartí á laugardaginn.

III. Fyrstu afleiðingar kreppunnar: það er hvergi hægt að fá almennilegan Ben & Jerrys ís.

1 Ummæli:

  • Þann 5:25 e.h. , Anonymous Alex Skúli. sagði...

    hahaha ég er Alex. ég verð að segja að ég hef aldrei þolað Kurt en Axl hefur alltaf heillað mig. það sagt, ég man ekki eftir að hafa skrifað þetta né afhverju ég myndi gera það. ég "officially" biðst afsökunar. ég vill ekki vera þektur sem internet tröll.

     

Skrifa ummæli

<< Heim