Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, desember 05, 2002

ég er ekki ánægður með það hversu hægt talan á teljaranum hækkar, þannig a'ð ég hef ákveðið að ljúga því, að allir þeir sem koma hingað inn frá 1000 kall og sleikjó frá mér, persónulega. Ég hef líka ákveiði að gerast rokkstjarna í anda David Bowie eins og hann gerði með Ziggy Stardust...
ég mun heita Travurs Furns og koma gormaskóreimum og poxi aftur í tísku...

ég vill líka koma því á framfæri að gítarsóló eru tilgangslaus og leiðinleg.... öll nema sólóið í "shine on you crazy diamond" og svo nokkur með Jonny Greenwood... annars er þetta bara afsökun fyrir gítarleikara svo þeir hafi e-ð að gera... helvítis vitleysingar...

æjá og meðan ég man... ég hef ákveðið að flytja öll mín viðskipti yfir á Gillette verksmiðjuna... þessir öðlingar sendu mér raksápu og rakspíra og sköfu í dag... í flottum pakkningum og alles... og ég bað ekki einusinni um það! Ég veit að þetta er bara því ég er orðinn 18 og þeir eru bara að lokka viðskiptavini til sín, en mér er sama... flest önnur fyrirtæki senda mér bara asnalega bæklinga því þau eru nísk og ömurleg... ég þori að veðja að fólkið hjá blogspot.com myndu gera það.... en nei, þessi krútt hjá Gillette senda mér bara almennileg sýnishorn... héðan í frá ætla ég að kaupa allt sem ég nota frá þeim... Gillette í morgunmat, keyri um á Gillette bíl, sef í Gillette rúmi o.sv.frv...

æji byrjar nú væluskjóðan hann Aaron Lewis að væla... hann er án efa mesta væluskjóða í heiminum í dag.... og hann lítur líka út eins og hamstur... vælvælvælvæl.... það er alveg hræðilegt að hlusta á manninn... hann er líka svo djöfulli væminn að manni verður illt...ekki það að ég hafi neitt á móti því að tónlistarmenn tjái tilfinningar sínar á dramatískan hátt, en það er munur á því að syngja fallega og af innlifun o.sv.frv. og svo að væla og vorkenna sjálfum sér eins og þessi gúrka gerir....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim