Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, maí 27, 2004

jæja.. var að koma af pixies tónleikunum..
tónleikarnir voru í kaplakrikanum og húsið opnaði kl. 7.. ég var heillengi að rata þangað þar sem ég er áttavilltari en allt í heiminum.. og þeir hæfileikar að vera óendanlega áttavilltur og óendanlega bjartsýnn fara ekki vel saman.. ég lagði s.s. af stað án þess að hafa hugmynd um hvernig ég ætti að komast þangað og endaði með því að vera hringsólandi um hafnarfjörðinn í sona hálftíma.. (samt ekki það versta sem ég hef lent í.. einusinni tók það mig einn og hálfann tíma í að komast til vinkonu minnar í garðabænum.. held að það kvöld hafi ég sett e-ð íslandsmet í að vita ekki rassgat..)
Ghostdigital voru að hita upp og voru furðulegir.. pixiers stigu svo á svið um hálf 10. Þau tóku aðallega lög af Surfer Rosa og Doolittle sem mér fannst soldið svekkjandi þar sem að seinni tvær plöturnar þeirra eru í meiri uppáhaldi hjá mér (er reyndar í minnihluta með þá skoðun).. á heildina var ég samt bara mjög sáttur við tónleikana og get núna montað mig af því að hafa séð pixies live... svo eftir sumarið get ég montað mig af því að hafa séð þá tvisvar (er að fara á hróarskeldu)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim