Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, júní 20, 2004

já.. ég flýg út til dk eftir eina viku.. my partner in crime þar verður Krummi en við hittum Örn og Pétur þar og svo örugglega einhverja fleiri.. mér finnst samt fyndið hvað við Krummi vitum ekki rassgat hvernig við ætlum að gera þetta... við erum álíka kærulausir og heimskir þannig að við erum bara búnir að kaupa flugmiða og miða á hátíðina og svo höfum við EKKERT meira pælt í því.. það lengsta sem við höfum komist í áætlunargerð er þetta:

Krummi: Við þurfum að redda okkur tjaldi fyrir ferðina.
Egill: Já maður
Krummi: ...
Egill: ...
Krummi: kíkja í bíó í kvöld?
Egill: til er ég

annars er mamma e-ð á nálunum yfir þessari ferð allt í einu þannig að ég er að pæla í að láta hana bara plana allt saman fyrir okkur..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim