Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 29, 2004

ég hata barnatíma... mér finnst þeir óendanlega krípí... alltaf þegar barnatíminn er á í sjónvarpinu slekk ég á því (get ekki skipt um stöð þar sem ég bý í vanþróuðu ríki sem hefur hvorki stöð 2, sýn, skjá einn eða nokkuð annað)... ekki því mér finnst þetta barnalegt eða eitthvað, heldur því það veldur mér vanlíðan og gerir mig þunglyndan og svartsýnan.. talsetningin, tónlistin, teikningarnar.. allt leggur þetta sitt af mörkum til að gera mig geðveikann.. núna er einhver krókódíll með zorrógrímu í sjónvarpinu að reyna að ræna póstkassa.. *snökt*


ég veit það ekki.. kannski var ég laminn í æsku eða eitthvað

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim