Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 15, 2004

jæja ég sá the grudge í kvöld m. Krumma og Stíg.. hún var hölvíti skerí
hún var s.s. endurgerð af japanskri hryllingsmynd. Eitthvað er það í tísku hjá kananum þessa dagana að endurgera japanskar myndir.. á leiðinni heim vorum við svo að velta fyrir okkur hvernig það yrði ef evrópu og asíulönd myndu byrja að endurgera stórar hollywood myndir, þá kom sú ágæta hugmynd upp að við íslendingar tækjum okkur saman og myndum endurgera lord of the rings myndirnar.. þá yrði leikaravalið á helstu leikurum eitthvað á þessa leið

Gandalf: Sigurjón Kjartansson
Frodo: Gunnar Hansson
Aragorn: Hilmir Snær Guðnason
Legolas: Þorsteinn Guðmundsson
Gimli: Jón Gnarr
Arwen: Birgitta Haukdal
Elrond: Jónsi

við vorum eiginlega spenntastir fyrir því að sjá Þorstein Guðmundsson sem Legolas.. held að hann tæki sig mjög vel út.. annars vil ég fá að sjá fleiri uppástungur

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim