Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, nóvember 15, 2004

mikið djöfull er hann aumingja Halldór Ásgrímsson leiðinlegur.. maður saknar eiginlega bara Dabba kóngs.. hann var þó með einhverja skandala.
Það er samt alveg mjög gaman að vissu leyti að hlusta á hann tala. Alveg ótrúlegt hvernig honum tekst að troða orðunum "það er ljóst" inn í hverja einustu setningu (ég hvet ykkur lesendur til að telja hversu oft hann gerir það næst þegar þið hlustið á hann), og það fyndna er að það sem hann segir í svo framhaldi af því er svo alltaf eitthvað sem er öllum fullkomlega ljóst, "það er ljóst að þessi kennaradeila er komin í hnút", "það er ljóst að Arafat var mikill leiðtogi"
vá og svo smitar hann svo út frá sér.. meiraðsegja þessi færsla er orðin hundleiðinleg

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim