Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, janúar 15, 2006Converge - Jane Doe (a.k.a. Tígrisdýramaðurinn)
Þessi plata skipar mjög sérstakan sess á þessum lista mínum, þar sem þetta er engan veginn tónlistarstefna sem ég hef mikið nennt eða mun mikið nenna að skipta mér af. Ég ætla að reyna að útskýra hvað þessi tónlist gerir fyrir mig þar sem mörgum finnst það vera frekar mikið stílbrot hjá mér að hlusta á þetta..
Converge er ein af allra allra hörðustu hardcore/metalcore (alltof mikið af flokkum í þessari bjánalegu stefnu..) sveitum starfandi og líka ein sú virtasta í þeim geiranum, þar sem þeir hafa verið til staðar nokkuð lengi, og þessi plata, sem er af flestum talið vera meistarastykkið þeirra, er fullkomin vitfirring út í gegn (nema kannski 1-2 lög).
Hún skiptir mig mjög miklu máli því þetta er sú plata sem ég hlusta alltaf á þegar sálarlíf er ei í jafnvægi/ég er pirraður/ég er í ástarsorg eða e-ð álíka dramatískt. Ég spila hana eins hátt og ég get (helst úti meðan ég er að labba) og ráfa um... það hefur af einhverjum ástæðum mjög huggandi áhrif og róar taugarnar hjá mér.. það er ákveðin útrás sem felst í þessu og þetta er einskonar staðgengill þess að fara uppá þak og öskra/berja hausnum í vegg eða e-ð þar frameftir götum.
En já, séreinkenni hljómsveitinnar er líklega "söngvarinn" Jacob Bannon, en hann er líklega með vitfirrtasta öskur af öllum í heiminum (hann fékk m.a. viðurnefnið Tígrisdýramaðurinn frá manneskju sem ég leyfði að heyra í þeim f. nokkru), og stundum hljómar það bara frekar eins og ískur í krítartöflu frekar en nokkuð annað..
Í mörgum af þessum metal hljómsveitum (finnst þetta allt renna saman) eru þetta yfirleitt einhverjir síðhærðir lúðar frá Noregi sem heita Gaahl að reyna að vera ógnvekjandi með að öskra eitthvað um Satan og blóð eða rottur eða e-ð..
Hjá Jacob Bannon er lítið um slíkt. Þegar maður heyrir í söngvaranum, þá frekar en að hugsa "hmm þessi gaur er greinilega alveg rosalega harður og brjálaður" þá hugsar maður frekar "hmmm, aumingja maðurinn.. ætli það sé kviknað í honum?" eða "ætli það séu rafskaut tengd við geirvörturnar á honum?"
Textarnir á þessari plötu eru yfirleitt mjög ljóðrænir ástartextar (misgóðir.. en margir mjög flottir), en þeir skipta svosem eiginlega engu máli þar sem það er ekki nokkur leið að heyra hvað gaurinn er að segja fyrir öllum öllum látunum. Flestir kannast líklega við þessa lýsingu, en það skal tekið fram að þetta er eins extreme afbrigði af þessari tónlistarstefnu og mögulega getur orðið áður en það fer úr því að vera tónlist, yfir því að vera bara einhver hávaði.
Ég er heldur ekki alveg að sjá hvernig trommarinn fer að því að halda svona hamagang og fáránlegum takt/tempóbreytingum gangandi út heila tónleika án þess að fá hjartaáfall eða allavegana einhverskonar krampa.
ég hef reynt að koma fólki upp á lagið með að hlusta á þetta, með misgóðum árangri (nema systir mín og Ari frændi.. þau voru alveg að fíla þetta ágætlega..)
Fyrstu skiptin (hjá langflestum, þ.á.m. mér) þá hljómar þetta bara eins og e-r hrærivél, en þegar maður fer að átta sig á lögunum þá fer maður að sjá hversu útpæld, fáránlega kraftmikil og mögnuð þau eru í raun.
Platan er finnst mér mjög vel pródúseruð, trommuleikurinn og gítarleikurinn er frábær og það eru nánast öll lögin mjög góð, kraftmikil og ófyrirsjáanleg nema kannski lagið "Homewrecker", sem er líklega eini veiki punkturinn á plötunni, en mér finnst það alltof langt miðað við hversu einhæft það er.
Það er líka sumt sem ég held að hver sem er myndi fíla, eins og t.d. lagið Phoenix in Flight. Það lag er með mun hægara tempói en flest annað á plötunni og minnir mig bara á My Bloody Valentine (sú annars ofmetna hljómsveit) frekar en nokkuð annað.
Phoenix in Flames fylgir því svo á eftir og er bara einhver 40 sekúndna sturlun þar sem allt er kaffært í bassatrommuhljóðum og tígrisdýrahvæsum. Það er líklega "lagið" sem myndi heyrast þegar tunglið springur eða þegar búrhval væri hrint niður fjall eða e-ð(??).
Ég er búinn að nauðga Jane Doe ítrekað (hohoho), og þekki hverja einustu sekúndu utanað (eins og reyndar með flestar þessar plötur sem ég skrifa um). Eins og áður sagði er ég almennt mjög lítið fyrir þessa tónlistarstefnu, en af einhverjum ástæðum grípur þessi plata mig alveg. Ég hef reynt að finna fleira úr þessari átt, en það gerir yfirleitt voða lítið fyrir mig (t.d. Dillinger Escape Plan, sem er oft nefnd í tengslum við Converge finnst mér ekkert merkileg)..
En já.. tóndæmi hérThe Shins - Oh, Inverted World
jæja ætla að reyna að hafa þetta styttra en þetta bull fyrir ofan..
The Shins eru æði.. þeir kæta og hressa mann við.. stundum er þeim líkt við Beach Boys, aðallega því þeir eru líka melódískir og hressir, og ég get sosem tekið undir það, nema að mér finnst þeir miklu betri en "Strandarstrákarnir"... Þetta er fyrsta platan þeirra, og hún kom út 2001 að mig minnir.. margir myndu líklega halda því fram að seinni platan, Chutes Too Narrow sé betri, og þó hún sé ógeðslega góð og hressandi líka, þá finnst mér þessi aðeins betri þar sem hún er að mínu mati aðeins heilsteyptari.. eða e-ð (fann ekki rétt orð).. sterkasta hlið hennar eru bara einfaldlega frábærar lagasmíð og melodíur. svo einfalt er það, og ekki mikið meira við það að bæta.
Fyrir þá sem sáu Garden State, þá áttu þeir tvö lög í henni, lögin "New Slang" og "Caring is Creepy" sem eru bæði geðveik. James Mercer söngvari hljómsveitarinnar hefur frábæra rödd, og hún hentar þessari tónlist alveg fullkomlega. Eftir að þeir voru í Garden State þá virðast þeir hafa náð til fleirra en bara einhverra indíplebba, og eru kannski að verða soldið meira "kommörsjal".. Mér finnst það bara frábært. Ef svona tónlist væri í útvarpinu oftar en sá ömurleiki sem heyrist þar 95% af sólahringnum þá myndi ég kannski byrja að hlusta á það aftur.
Æjá og ég hef séð þá tvisvar live.. á hróaskeldu 2004 og airwaves 2004. Ég er bestur yo.
Hlustið á þá hér (New Slang, eða Girl on the wing eða Girl Inform me eða e-ð.. þau eru hvort sem er öll góð)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim