I. Ég tek allt tilbaka sem ég sagði um Manchester um daginn, einfaldlega því þá fer of mikil haturs-orka til spillis sem ætti að sjálfsögðu að beinast að þessum ömurlega klúbbi. Ekki aðeins drepur hann allt sem fallegt er með sinn veruleikafirrta fituhlunks-knattspyrnustjóra, með sínum óendanlega væmnu stuðningsmönnum, með sitt aulahrollsvaldandi stuðningslag sem tengist knattspyrnu ekki á nokkurn hátt, heldur er hann líka búinn að spilla litla bróður mínum, sem eitt sinn var svo saklaus og prúður en er nú sálarsjúkt Liverpool-skrímsli sem hrækir á götur og sýnir gömlu fólki vanvirðingu. Ég græt mig í svefn á hverri nóttu yfir því.
II. Eftir klukkutíma hefst leikur í undanúrslitum meistaradeildarinnar milli Liverpool og Chelsea. Þessir leikir eru þekktir fyrir að vera eitthvað það alleiðinlegasta sem íþróttin hefur uppá að bjóða, og það er raunar svo að það er bókstaflega skemmtilegra að horfa á þurra málningu þorna ennþá meira en að þurfa að þola enn einn leik á milli þessara liða.
III. En maður lætur sig hafa það. Vonandi vinnur Chelsea óverðskuldað á 90. mínútu með einhverju fáránlegu ljótu marki eftir hrútleiðinlegan leik.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim