Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, apríl 25, 2008

Þættir úr sögu
--------------

I. Ég er búinn með 20 blaðsíður í BA ritgerðinni minni. Hún mun verða stórfenglegt meistarastykki og á eftir að snerta hjörtu allra sem lesa hana á eftirminnilegan hátt. Gott og vel skapað fólk mun gráta úr gleði og fallast í faðma, á meðan illt fólk mun svipta sig lífi í stórum stíl. Að auki munu siðferðilega hlutlausar verur (kengúrur, fílar etc.) líka fá eitthvað til að hugsa um, og munu eflaust eiga erfitt með svefn.

II. Spáin mín hér fyrir neðan rættist næstum því. Liverpool voru 1-0 yfir, búnir að spila mun betur og áttu sigurinn vísan. En svo gerist þetta. Ég er ennþá hlæjandi. Og þetta var ekki einusinni í uppbótartíma, hann var löngu liðið. Þetta var í einhverjum... draumatíma. Lifi rauðhærðir norðmenn með gagnslausan hægri fót.

III. Fyrst ég bloggaði um fótbolta þá get ég alveg eins gert það aftur þar sem ég geri voðalega lítið af því. Nú ætla ég því að ræða um liðið mitt, Chelsea. Það dylst engum manni að það er allt í rugli í þessum klúbbi, þeir eru með stjóra sem lítur út eins og Jabba the Hut og allir hata, þeir spila hundleiðinlegan fótbolta (fyrir utan einn leik af og til. Sem ég missi yfirleitt af.) og bara þúst. Eru í ruglinu.

IV. Varðandi leikinn á morgun. Meintir yfirburðir Manchester United eru að mínu mati stórlega ýktir og Chelsea gætu alveg tekið þá og hirt svo þennan bölvaða titil. Fyrst þeir eiga að vera svona ógurleg yfirburðamaskína, afhverju eru þeir þá ekki löngu búnir að hrista af sér Chelsea, lið sem er í tómu tjóni? Þeir hafa fengið nóg af tækifærum til þess en kúka alltaf í sig. Ronaldo getur líka ekkert á móti sterkari liðum. Fer bara að grenja og e-ð. Fokking auli.

V. Næstu leiktíð þurfa að vera gerðar miklar breytingar. Í fyrsta lagi þarf að fá einhvern framherja, þar sem Drogba vill ólmur komast burt, og Shevchenko er alltaf í golfi. Persónulega myndi ég vilja fá Karim Benzema eða Sergio Agüero. Enga gamla skaufa takk.
Í öðru lagi vantar virkilega einhvern skapandi miðjumann, þar sem miðjan samanstendur bara af einhverjum vinnuhestum sem vita ekkert hvað þeir eiga að gera þegar þeir fá boltann. Ég hefði viljað fá Luka Modric en hann er að sögn á leiðinni til Newcastle. Hnuss. Rafael van der Vaart virkar líka spennandi.

VI. Svo þarf líka að henda út hinum og þessum. Efstir á þeim lista eru Sidwell, Pizarro, Shevchenko, Ben Haim og Wright-Phillips (því miður). Malouda finnst mér að ætti að fá eitt tímabil í viðbót þrátt fyrir að hafa ekki geta rassgat í ár.

VII. Ég nenni eiginlega ekki að blogga meira um fótbolta. Þetta verðu líklega síðast fótboltafærslan mín á þessu ári.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim