já... ég er nún að klára að horfa á K-19... sæmileg mynd... Ingvar E. Sigurðsson stóð sig vel sem rússi með engar skoðanir sem hálf-reddaði hlutunum á einum stað í myndinni... annars veit ég fátt leiðinlegra en kafbátamyndir... leiðinlegir menn í leiðinlegu umhverfi, og alltaf e-ð hættuástand yfirvofandi, en svo gerist aldrei neitt... venjulega tveir háttsettir menn að rífast alla myndina, og einhver gimp að segja hluti eins og "core tempature 450°C"... þessi mynd var reyndar ágæt... en það allra heimskulega fannst mér þó enskan sem þeir töluðu.... í fyrsta lagi voru þetta rússar, og ekkert annað en rússar, en töluðu samt ensku sín á milli, sem hefði kannski ekki verið neitt athugavert (myndin gerð af könum, fyrir kana o.sv.frv.), nema því þeir töluðu ensku með rússneskum hreim... þegar maður spáir í því er það svo yfirþyrmandi bjánalegt að manni langar að gráta... "við tölum venjulega rússnesku, en ákváðum að tala ensku á meðan myndin stendur yfir..:" jesús minn... jæja þá er það að horfa á conspiracy....
Um mig
- Nafn: Egill
- Staðsetning: Reykjavík, Babar, Iceland
Bíddu.. kemur þetta semsagt á aðalsíðunni?
Fyrri færslur
- ég er á því að E-Bow The Letter með R.E.M er eitt ...
- ég verð nú bara að segja að það er erfitt að venja...
- lag dagsins: R.E.M. - Electrolyte
- úje! ný tölva komin í hús... all mine 1,8 Ghz örgj...
- ég var að dánlóda einhverju pixies-coveri með helv...
- JÖSSJÖSSJÖSS!!!!!!!!!!!!!!!! bloggið mitt er komið...
- afhverju eru bretar svona fyndnir? í alvöru, það e...
- ég er veikur... það sukkar að vera veikur >:-| la...
- the rappaport "... the rappaport's doppleganger ...
- æjá ég gleymdi að segja... Closer er geðveikur dis...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim