Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, febrúar 22, 2003

já... ég er nún að klára að horfa á K-19... sæmileg mynd... Ingvar E. Sigurðsson stóð sig vel sem rússi með engar skoðanir sem hálf-reddaði hlutunum á einum stað í myndinni... annars veit ég fátt leiðinlegra en kafbátamyndir... leiðinlegir menn í leiðinlegu umhverfi, og alltaf e-ð hættuástand yfirvofandi, en svo gerist aldrei neitt... venjulega tveir háttsettir menn að rífast alla myndina, og einhver gimp að segja hluti eins og "core tempature 450°C"... þessi mynd var reyndar ágæt... en það allra heimskulega fannst mér þó enskan sem þeir töluðu.... í fyrsta lagi voru þetta rússar, og ekkert annað en rússar, en töluðu samt ensku sín á milli, sem hefði kannski ekki verið neitt athugavert (myndin gerð af könum, fyrir kana o.sv.frv.), nema því þeir töluðu ensku með rússneskum hreim... þegar maður spáir í því er það svo yfirþyrmandi bjánalegt að manni langar að gráta... "við tölum venjulega rússnesku, en ákváðum að tala ensku á meðan myndin stendur yfir..:" jesús minn... jæja þá er það að horfa á conspiracy....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim