Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, september 01, 2003

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA... ég hata köngulær... áfram halda þær að ásækja mig... klukkan er núna 6:30 og ég var rétt í þessu að hrökkva svoleiðis upp því við hliðiná mér lá ógeðslega stór og marglituð og viðbjóðsleg könguló... núna er ég búinn að leita í hálftíma en ég finn hvorki tangur né tetur af þessari könguló, en ég þori samt ekki að fara aftur að sofa fyrr en ég er búinn að fullvissa mig um það að svona stórar köngulær geti ekki mögulega verið til og að þetta hafi bara verið mitt óheilbrigða ímyndunarafl... ég leita bara að "the biggest spiders in the history of everything" á google og þá ætti þetta að reddast..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim