Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, október 28, 2003

eini gallinn við félagsfræðigreinar er hvað maður þarf að lesa mikið... kosturinn er sá að maður þarf ekki að lesa sama draslið aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur þar til maður skilur það eins og með ákveðið fag sem ég kýs að kalla stærðfræði.. og annað fag sem við skulum í þessu tilfelli kalla eðlisfræði...

í dag fór ég í klippingu.. það var áhugavert.. ég var þar í einn og hálfann tíma og lenti í hrókasamræðum við klippingagaurinn um ýmsa hluti, þar á meðal fataverslanir, veitingahús, gamlar kellingar á hárgreiðslustofum og fleira í álíka furðulegum dúr.. annars fékk ég bara alveg þokkalega klippingu.. mér leist reyndar ekki á blikuna fyrst, því þegar hann var búinn að verað klippa mig í sona klukkutíma var hann bara búinn að taka af hliðunum og ég leit út eins og ógeðslega ýkt útgáfa af fíflinu þanna úr Í svörtum fötum...
það var semsagt mjög hressandi fyrir utan það að hann narraði mig til að kaupa e-ð hárvax á 1600 kall sem ég mun líklega ekki nota nema einusinni eða tvisvar um ævina, og þau skipti verða líklega bara útaf einhverju samviskubiti.. það er líka mjög auðvelt að narra mig til að kaupa drasl, þannig að fólk, ef þið hafið einhver plön um að verða sölumenn þá vitiði núna hvert verður fyrsta fórnalambið ykkar...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim