Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, október 31, 2003

já... í dag lét ég vita að ég myndi hættas að vinna í lok nóvember... mörg tár féllu (öllum var skítsama)... annars var þetta skrýtinn vinnudagur... einn bílstjórinn sem ég hef alltaf litið á sem sona týpískan góðan gamlan og rólegan kall sem á kandís í skápnum hjá sér og undanrennu í ísskápnum kom mér á óvart... ég þurfti að kvitta fyrir einhverjum pakka og var ekki með penna þannig að ég bað hann að lána mér.. þá sagði hann
"ertu ekki með penna drengur? veistu hvað pennalausir menn eru kallaðir útá sjó?"
"nei"
"kuntulaus hóra!"
"......"
svo gaf hann mér penna

morale of the story: gamalt fólk er skrýtið. og á ekki allt kandís.

lag dagsins: The Roots - Adrenaline

ps. vill fólk vinsamlegast drullast til að kommenta hjá mér... og mér sama þú þið hafið ekkert að segja annars neyðist ég til að lýsa því yfir að allir í heiminum séu fífl fyrir utan krumma, stíg, auði og ingólf. og við vitum öll að enginn vill að það gerist...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim