Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, október 29, 2003

ég var að lesa gamlar bloggfærslur hjá mér frá því fyrra og ég hef tekið eftir því að hæfileiki minn að skrifa geðveikt mikið um ekki rassgat er ekki jafnöflugur og áður.. þar fyrir utan var þetta allt e-ð ömurlegt asnaþvaður.. ég ætla rétt að vona að það gerist ekki að einhver sálfræðingur setji fram þá kenningu að "bloggfærslur lýsi manns innra manni" eða e-ð álíka því þá er ég í virkilega vondum málum..
ég skil ekki einusinni afhverju ég er að þessu.. því svo fer ég inn á einhver önnur blogg sem eru málefnaleg og full af spennandi greinum um hluti sem tengjast ekki því hversu mikið fólkið svaf eða hvað það ætlar að borða í kvöld, og þá fæ ég bara minnimáttarkennd.. kannski ætti maður bara að hætta þessu...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim