Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, apríl 12, 2006

já... alveg frá því þetta raunveruleikaþáttaflóð byrjaði hef ég hatað þá alla af ástríðu.. enginn skammast yfir þessum helvítis leiðindaþáttum meira en ég og sumir hafa gengið svo gjörsamlega fram af mér að ég hef ekki getað horft á þá (t.a.m. The Swan)... þrátt fyrir það eru tveir af þessum þáttum sem ég hef mjög gaman af

Einn er Queer Eye For The Straight Guy... ég elska þennan þátt.. hvort sem hann ýtir undir einhverjar hommastaðalímyndir eða ekki þá finnst mér það ekki skipta öllu... mér finnst boðskapurinn í þættinum líka almennt frekar jákvæður (vá ég er búinn að vinna á leikskóla of lengi), og frekar en að niðurlægja gaurana e-ð og dressa þá upp eins og barbídúkkur, þá reyna þeir frekar að gera e-ð í takt við skapgerð og lífsstíl "fórnalambanna" (hvort sem maður er svo sammála því sem þeir gera eða ekki).. held að allir hefðu gott af því að einhverju leyti.
Svo eru gaurarnir 5 allir mjög viðkunnalegir og yfirleitt mjög hnittnir og fyndnir og með hæfilegt magn af homo-erotic bröndurum.

Hinn þátturinn er The Contender.
Mér finnst bara ótrúlegt að svona þáttur hefi ekki komið strax í upphafi.. ég meina kommon, ég held það sé ekki mögulega hægt að gera þátt dramatískari en þessi verður..
einhverjir 16 wannabe boxarar sem búa saman, verða vinir og svo endar þátturinn á því að tveir af þeim berjast þannig að einn dettur út.. svo að lokum stendur einn eftir.. Þvílíkt epískt og yfirdrifið drama er erfitt að ímynda sér..

(sagt með kana-macho rödd) "he's my friend, but i have to fight him" *dúmm dúmm*... svo er bardaginn sýndur að mestu í slow motion með einhverja fiðlutónlist undir...
svo endar þátturinn alltaf á því að gaurinn sem tapar er e-ð vælandi, illa farinn og niðurbrotinn að kjökra með fjölskyldunni sinni. Hvernig er ekki hægt að fíla þetta? Svo skemmir ekki fyrir að hafa Sylvester Stallone og Sugar Ray Leonard sem umsjónamenn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim